Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Behind Enemy Lines 2001

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 22. febrúar 2002

In War There Are Some Lines You Should Never Cross.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 37% Critics
Rotten tomatoes einkunn 62% Audience
The Movies database einkunn 49
/100

Aðstoðarlugmaðurinn Chris Burnett vill hætta í hernum, og er orðinn leiður á að fljúga könnunarflug. Hann fær endanlega nóg þegar hann flýgur einn yfir hina striðshrjáðu Bosníu á Jólanótt. En þegar hann einn daginn talar flugmanninn Stackhouse á að fljúga aðeins af leið til að skoða áhugaverðan stað, þá eru þeir skotnir niður. Burnett er fljótlega... Lesa meira

Aðstoðarlugmaðurinn Chris Burnett vill hætta í hernum, og er orðinn leiður á að fljúga könnunarflug. Hann fær endanlega nóg þegar hann flýgur einn yfir hina striðshrjáðu Bosníu á Jólanótt. En þegar hann einn daginn talar flugmanninn Stackhouse á að fljúga aðeins af leið til að skoða áhugaverðan stað, þá eru þeir skotnir niður. Burnett er fljótlega aleinn, og á flótta undan óvinininum. Á meðan gerir herforinginn Reigert hvað hann getur til að bjarga honum og koma björgunarleiðangri til hans. ... minna

Aðalleikarar


Ég gef henni góða einkunn fyrir að vera góð hasarmynd með miklum sprengingum og brjálæði en það er bara því ég fíla hasar. Annars er þettar illa leikin og leikstírð mynd með ömulegt handrit. En hasarinn er ágætur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fær hálfa stjörnu fyrir að hafa krækt í Gene Hackman. Myndir eins og þessa ætti aldrei að flytja út fyrir Bandaríska löghelgi. Með bíómiðanum/vídeóspólunni ætti að fylgja mynd af George Bush að kyssa smábarn og textinn af Bandaríska þjóðsöngnum. Myndin er vella út í gegn; Bandarísk þjóðernissápuópera sem yfirfærir Amerískt sýrópssiðgæði yfir á stríðsaðstæður. Söguþráðurinn er fáránlegur þar sem Bandarísku hetjurnar berjast við Evrópsku skrifblokkina við að ná sínum boy burtu frá miskunnarlausum og spilltum hernum í fyrrverandi Júgóslavíu. Þetta er hin þekkta mýta: góðu gaurarnir á móti þeim vondu. Ekkert liggur þar á milli og að sjálfsögðu eru Bandaríkjamenn hvítir englar en restin er svartari en samviska Jiang Zemin, forseta Kína. Ég mæli engan veginn með þessari!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Líklega er ég einn af fáum sem kunni vel við þessa mynd. O.K handritið er vissulega mengað af föðurlandsást bandaríkjanna en raunin er nú sú að meirihluti mynda frá USA er það. Sé litið sé fram hjá því er þetta fín mynd. Owen Wilson kemur skemmtilega á óvart með príðisleik en hefur nú ekki verið aðalsmerki hans undanfarin ár. Það sem líka er skemmtilegt við þessa mynd eru effectarnir sem notaðir eru sem virkilega krydda myndina til hins betra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mynd sem hefur allt til að bera til að verða fjögurra stjörnu mynd, en klúðrar því allverulega. Yfirmáta væmnar hetjusenur í hægmynd undir yfirmáta væminni hetjumúsík skemma mjög og hefur maður það á tilfinningunni að ef myndin væri sýnd á réttum hraða væri hún ca. 36 mín. að lengd.

Hinsvegar er ætíð nóg að gerast og myndatakan oft á tíðum mjög skemmtileg, og það ásamt Gene Hackman, nær að gera myndina tveggja stjörnu virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Behind Enemy Lines er afskaplega einföld hasarmynd um Bandaríska flugmenn sem skotnir eru niður í S-Bosníu og þurfa að bjarga sér sjálfir án neins hjálpar. Leikurinn er fínn. Myndin er meira skemmtileg en spennandi. Samt Behind Enemy Lines er hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.10.2016

Nýtt á Netflix í nóvember - The Crown, Adam Sandler og margt fleira

Kvikmyndir.is heldur úti yfirliti yfir allt það nýjasta sem er á leiðinni á Netflix í hverjum mánuði. Nú í nóvember er von á fjölda áhugaverðra titla, bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Við byrjum á bandaríska...

01.09.2011

Moore leikstýrir Die Hard 5

John Moore, sem leikstýrði meðal annars Max Payne, Behind Enemy Lines og Flight of the Phoenix, hefur verið ráðinn til að leikstýra Die Hard 5. Eins og komið hefur fram áður þá var Noam Murro upphaflega orðaður við sta...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn