Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Isn't She Great 2000

(Isnt She Great)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. september 2001

Talent isn't everything.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Ýkt leikkona sem gengur fremur brösuglega, slær í gegn sem rithöfundur, en myndin er byggð á ævi Jacqueline Susann, höfundar Valley of the Dolls og annarra ruslbókmennta. Ferill Susann er á niðurleið þegar hún hittir umboðsmann sem seinna verður eiginmaður hennar. Eftir nokkrar tilraunir til að koma henni að í auglýsingum og í spurningaþáttum í sjónvarpi,... Lesa meira

Ýkt leikkona sem gengur fremur brösuglega, slær í gegn sem rithöfundur, en myndin er byggð á ævi Jacqueline Susann, höfundar Valley of the Dolls og annarra ruslbókmennta. Ferill Susann er á niðurleið þegar hún hittir umboðsmann sem seinna verður eiginmaður hennar. Eftir nokkrar tilraunir til að koma henni að í auglýsingum og í spurningaþáttum í sjónvarpi, þá fær hann þá hugmynd að láta hana verða rithöfund. Á sjöunda áratug síðustu aldar var litið á bækur hennar sem ruslbókmenntir, og varla prenthæfar. En þá kom kynlífsbyltingin og fullt af lesendum í kjölfarið. Sagt er frá því sem gerðist á bakvið tjöldin, einhverfum syni og baráttu hennar við krabbamein, sem hún faldi fyrir öllum.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd byrjaði reyndar illa fannst mér en vann alltaf meira og meira á. Þetta er sannsöguleg mynd um manneskju sem átti stórmerkilega ævi. Bette Midler er snilldarkona, sannfærir mig alltaf meira og meira um að maður þarf ekki að vera eins og Pamela Andersson til að vera flott!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd úti í Americu fyrir nokkru og ég verð að segja að þetta er sú hlægilegasta mynd sem ég hef séð. Ég mæli með henni fyrir alla.......ég hló og hló
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Svona myndir eiga heima á Sorpu
HÖRMUNG í alla staði! Guð minn almáttugur hvað þetta var mikil sóun á hæfileikaríku fólki. Ég held að þeir Nathan Lane, John Cleese og David Hyde Pierce geti ekki sokkið mikið neðar en þetta, og sem betur fer hafði Cleese vit fyrir því að eiga ekki meira en fáeinar senur á skjánum. Ég held að ég hafi ekki náð að finna eitt gott atriði út alla myndina og það nægir mér að segja nákvæmlega það, og því er óþarfi að kafa nánar út í það hvers vegna þessi mynd var svona slæm. Ég skal samt reyna, og vera stuttorður.

Handritið var skelfilegt, húmorinn ennþá verri og persónusköpunin alveg grútléleg. Leikararnir eru að vísu hressir og það er alltaf góður hlutur en ég held að það hafi gagnast þeim lítið í þessu tilfelli þar sem undirrituðum langaði svooooo mikið að yfirgefa bíósalinn löngu áður en ræman kláraðist.

1/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn