Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Óvenjuleg mynd um mann sem hefur lent á botninn eftir morð eiginkonu hans. Það er ekki hægt aað fara nánar í myndina án þess að eyðileggja hana fyrir þér. Val Kilmer leikur ótrúlega vel. Handritið er helvíti gott. Myndin heldur góðu striki, er alltaf óvenjuleg það er að hún hefur ekkert sérstakt form af venjulegri frásögn. Salton Sea er mjög góð mynd, bara sé eftir að hafa ekki séð hana í bíó.
Þessi mynd kom rosalega á óvart... ein af betri myndum ársins. Tvö líf, trompetleikari með kærustu og sprautufíkill í samvinnu við lögregluna en hver er hann í raun?
Þrusugóðir leikarar og vel gerð mynd :) Hvet alla til að kíkja á þessa mynd.
Mynd um dópista, raunir hans og sýnir það að hefndin er sæt þótt seint komi. Val Kilmer er töff en myndina vantar eitthvern neista sem myndi lyfta henni upp, samt ef þú fílar dópista myndir eða ert dópisti þá er þetta fín mynd fyrir þig
ALGJÖR GEÐVEIKI!!!! Svo frábær mynd með Val Kilmer í sínu allra besta hlutverki fyrr og síðar.(Já ég tel jafnvel Jim Morrison hlutverkið með og þá er sko mikið sagt)Hann leikur hér mann að nafni Tom Van Allen sem missir eiginkonu sína fyrir morðingja hendi og ákveður að hefna sín. Hann skiptir um nafn, gerist uppljóstrari fyrir lögguna og kynnist mörgum skrautlegum andskotanum. Okkar einlægur er bitur og leiður út í lífið og spyr þessara klassísku spurninga(Af hverju er hugur minn svona flókinn?Af hverju rætast mínir draumar ekki?Hvað gerist þegar ég dey?)Kolsvartur húmor, yndislegt útlit og meiriháttar tónlist ásamt mörgu öðru gera myndina að sannkölluðu meistaraverki sem seint mun líða úr manna minnum. The Salton Sea er einfaldlega trompuð snilld og er hún ein af þessum myndum sem munu fylgja undirrituðum til æviloka. Ég held að ég gefi henni alveg fullt hús, fjórar stjörnur.
Traust afþreying
The Salton Sea er án efa ein af óvæntari myndum þessa árs. Hún er ótrúlega vel gerð, dökk, áhrifarík og svakalega stílísk. Leikstjórn, tæknivinnsla og leikur eru fyrsta flokks. Val Kilmer (sem ég hef ekki fílað neitt mikið undanfarin ár) er þar fremstur meðal jafningja og hefur ekki sýnt svona sterkan leik síðan hann lék í The Doors fyrir rúma áratugi síðan. Vincent D'Onofrio, einn vanmetnasti leikari síðari ára að mínu mati, kemur líka gríðarlega öflugur inn í hlutverki eins geðbilaðasta og eftirminnilegasta bíókarakter sem sést hefur í langa tíð á skjánum.
Leikstjórn D.J. Caruso er líka ein af þeim betri sem hægt er að fá, og að hugsa sér að þessi óþekkti, reynslulausi sjónvarpsleikstjóri sem leikstýrir sinni fyrstu alvöru kvikmynd skuli hafa svona góð tök þessu öllu saman. Hann gerir útlitið á henni mjög einstakt og heldur atburðarásinni fljótandi út í gegn og passar að myndin fari aldrei út í of miklar klisjur. En þrátt fyrir það fylgja myndir frekar stórir gallar.
Söguþráður myndarinnar skortir allan frumleika. Þetta er plott sem við höfum margoft séð áður (maður sem leitar hefnda vegna dauða konu sinnar o.s.frv.) og ekkert nýtt er verið að vinna úr því hér, þess vegna kemur ekkert á óvart, og fáeinir plot-twistar bjarga ekki mjög miklu. The Salton Sea hefði getað náð hæðum Pulp Fiction eða Memento, eins og hún hefur augljóslega ætlað sér að gera, en þessir áðurnefndu gallar hindra flestu möguleika á því.
Samt tussugóð mynd yfir höfuð.
7/10
The Salton Sea er án efa ein af óvæntari myndum þessa árs. Hún er ótrúlega vel gerð, dökk, áhrifarík og svakalega stílísk. Leikstjórn, tæknivinnsla og leikur eru fyrsta flokks. Val Kilmer (sem ég hef ekki fílað neitt mikið undanfarin ár) er þar fremstur meðal jafningja og hefur ekki sýnt svona sterkan leik síðan hann lék í The Doors fyrir rúma áratugi síðan. Vincent D'Onofrio, einn vanmetnasti leikari síðari ára að mínu mati, kemur líka gríðarlega öflugur inn í hlutverki eins geðbilaðasta og eftirminnilegasta bíókarakter sem sést hefur í langa tíð á skjánum.
Leikstjórn D.J. Caruso er líka ein af þeim betri sem hægt er að fá, og að hugsa sér að þessi óþekkti, reynslulausi sjónvarpsleikstjóri sem leikstýrir sinni fyrstu alvöru kvikmynd skuli hafa svona góð tök þessu öllu saman. Hann gerir útlitið á henni mjög einstakt og heldur atburðarásinni fljótandi út í gegn og passar að myndin fari aldrei út í of miklar klisjur. En þrátt fyrir það fylgja myndir frekar stórir gallar.
Söguþráður myndarinnar skortir allan frumleika. Þetta er plott sem við höfum margoft séð áður (maður sem leitar hefnda vegna dauða konu sinnar o.s.frv.) og ekkert nýtt er verið að vinna úr því hér, þess vegna kemur ekkert á óvart, og fáeinir plot-twistar bjarga ekki mjög miklu. The Salton Sea hefði getað náð hæðum Pulp Fiction eða Memento, eins og hún hefur augljóslega ætlað sér að gera, en þessir áðurnefndu gallar hindra flestu möguleika á því.
Samt tussugóð mynd yfir höfuð.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. október 2002
VHS:
6. maí 2003