Bullitt
1968
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
There are bad cops and there are good cops - and then there's Bullitt.
114 MÍNEnska
Vann Óskarsverðlaun fyrir klippingu. Var einnig tilnefnd fyrir hljóð.
Hinn virti og vinsæli lögregluforingi Frank Bullit er beðinn sérstaklega um það af hinum metnaðarfulla Walter Chalmers, sem er í bænum til að halda yfirheyrslu í þinginu vegna skipulagðra glæpa, að gæta Johnny Ross, mafíuforningja frá Chicago, sem ætlar að vitna gegn mafíunni í yfirheyrslunum. Chalmers vill að öryggi Ross sé gætt í hvívetna, að öðrum... Lesa meira
Hinn virti og vinsæli lögregluforingi Frank Bullit er beðinn sérstaklega um það af hinum metnaðarfulla Walter Chalmers, sem er í bænum til að halda yfirheyrslu í þinginu vegna skipulagðra glæpa, að gæta Johnny Ross, mafíuforningja frá Chicago, sem ætlar að vitna gegn mafíunni í yfirheyrslunum. Chalmers vill að öryggi Ross sé gætt í hvívetna, að öðrum kosti þarf Bullit að taka afleiðingunum.
Bullit og lögreglulið hans, þeir Delgetti og Carl Stanton, eru með Ross í öryggisgæslu í 48 tíma yfir helgina, allt þar til Ross vitnar
við réttarhöldin á mánudeginum á eftir.
Næsti yfirmaður Bullit, Bennet lögregluforingi, gefur Bullit fulla stjórn yfir málinu, og segir að hann muni ekki þurfa að svara fyrir neitt sem gera þarf.
Þegar atvik gerist snemma á þessari vakt, þá er Bullit viss um að Ross og/eða Chalmers, er ekki að segja alla söguna varðandi verndun Ross.... minna