Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

3000 Miles to Graceland 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. október 2001

Crime Is King.

125 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 21
/100

Thomas J. Murphy og Michael Zane eru harðsoðnir glæpamenn sem eru leiðtogar fimm manna bófagengis sem ætlar að ræna spilavítið Riviera Casino, á meðan á Elvis Presley eftirhermuráðstefnu stendur. Aðrir í genginu týna tölunni á meðan á aðgerðinni stendur og á leiðinni þegar þeir eru að skipta ránsfengnum og þvætta hann. Zane fer í sjúskuðu matstofuna... Lesa meira

Thomas J. Murphy og Michael Zane eru harðsoðnir glæpamenn sem eru leiðtogar fimm manna bófagengis sem ætlar að ræna spilavítið Riviera Casino, á meðan á Elvis Presley eftirhermuráðstefnu stendur. Aðrir í genginu týna tölunni á meðan á aðgerðinni stendur og á leiðinni þegar þeir eru að skipta ránsfengnum og þvætta hann. Zane fer í sjúskuðu matstofuna “Last Chance” úti í eyðimörkinni sem er rekin af hinni fráskildu Cybil Waingrow, sem fær einnig tekjur af því að tæla og ræna menn fyrir þrjótinn Jesse. Þegar hún fréttir af peningaþvættinu, þá reynir hún að ræna Zane sjálf án aðkomu Jesse, en Murphy, sem skilur eftir sig blóðuga slóð, þar á meðal dauðar löggur, fær nýja menn í lið með sér. Nú skiptast á gæfa og gjörvileiki, á meðan fórnarlömbin í þessum hildarleik hrannast upp. ... minna

Aðalleikarar


ALLTÖÐRUVÍSI mynd en ég bjóst við. Átti von á svona OCEANS-ELEVEN líkri stemningu og voða miklu plotti og sniðugum lausnum við ránið sjálft. Það eina sem virkar 100% hjá mér er að fá að sjá sveittann afturendann á Courtney Cox og að Kurt Russel er flottur með elvisbartana. Kevin Costner er ekki góður sem geðveikur hálviti og hann kann ekki að reykja, en alvöru leikarar sökkva sér í persónur sínar-sama hvað það kostar. Ég var heldur ekki að kaupa það að maðurinn taldi sig tengdan konginum sjálfum. Það var ekki að passa inn í handritið. En þetta er svosem ágætis afþreying og ekki hægt að kvarta yfir svona flottum tilgangslausum sprengingum á bensínstöðvum, bara til að sína hvað að Costner er mikill psycho gaur.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein allra vanmetnasta mynd sem ég hef séð. Allir leikarar eru að standa sig hérna með sóma og sér í lagið töffarinn Kurt Russell. Kevin Costner sem hefur lítið gert að viti lengi á hérna fyrirtaks frammistöðu og hann ætti að velta því all verulega fyrir sér að leika vondu kallana oftar. Sögðuþráðurinn er skemmtilegur og margar eftirminnilegar senur. Ég hefði reyndar viljað heyra fleiri lög með rokkkónginum þar sem myndin tengist honum mikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

3000 Miles To Graceland er en ein af þessum misheppnuðu kvikmyndum Kevin Costner´s, ef það er einhver leikari sem leikstjórinn hefði ekki átt að velja í hlutverkið þá er það Kevin Costner, hann bara passar ekki í hlutverk vonda karlsins. Myndin fjallar um hóp ræningja sem ætla sér að ræna spilavíti í Las Vegas en síðan fer allt úrskeiðis þegar einn maðurinn deyr, einn snýst gegn hópnum og hinir eru drepnir. Þegar einungis tveir eru eftir í hópnum byrja þeir að keppast um peningana. Myndin kemur er fyrirsjáanleg og er bara endalaus leiðindi allan þann vesalingstíma sem maður eyðir í að horfa á hana. Einungis ein og hálf stjarna frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég horfði á þessa mynd á spóla og hélt að þetta væri ágætis mynd hún var með fínt plott en síðan þegar ég fór að horfa á hana fannst mér hún byrja vel en þegar ránið er búið dettur myndin langt niður. Þessi mynd er altof langdregin hún er í kringum 2 klukkutíma og það hefði verið hægt að gera þetta að stuttmynd eða réttrúman hálftíma. Eins og ég segi hún er góð í byrjun dettur niður en síðan kemur fínt skotbardaga atriði í enda myndarinna fyrir byrjunina og endan fær hún þessa einu stjörnu og með þessari mynd heldur Kevin Costner sig á þeirri braut sem að hann hefur verið eða á frekar lélegum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég get ekki orða bundist og verð hreinlega að tjá mig aðeins um þessa mynd. ÞEtta er án efa ein sú hallærislegasta mynd sem gerð hefur verið og er hver annar leikarinn öðrum verri. Ekki veit ég hvernig þeim datt öllum í hug að leika í þessu verki! En allaveganna þá er eins og áður hefur komið fram þá er enginn söguþráður og reynt að fylla up í götin með one linerum í tuga tali, ótrúlega mikllum sígarettureykingum (sem Costner púar!) sem á að vera geðveikt cool og sýna hvað þeim er skítsama um allt nema goðið eða something, ég veit það ekki...Svo kemur inn í þetta hjartnæm ástarsaga og hvernig Courtney gersamlega hrífst af þessum vlltu kúrekum og verður yfir sig ástfanginn frá því að þú (Kurt) komst inn , þá vissi ég að þú varst minn maður...! og ekki nóg með það heldur er hann farinn að vera föðurímynd krakka hennar og bindast þeir sterkum tilfinningarböndum. Senan þega strákurinn grípur utan um Kurt og biður hann ekki að fara með tárin í augunum, getur fengið hvert hjarta til að bresta, jafnvel þau allra hörðustu. Hálf stjarna fær afturendinn á Courtney og þegar hún lá nakin í rúminu, það var reyndar nokkuð sexy...Hann ætti kannski að fara út í ljósblá bransann þessi leikstjóri og handritshöfundur, en svona í sannleika sagt, þá ættuð þið að halda sem mestri fjarlægð milli ykkar og þessarar myndar og leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn