Addicted to Love
Öllum leyfð
GamanmyndRómantísk

Addicted to Love 1997

(Í ástarfjötrum)

Frumsýnd: 5. september 1997

A comedy about two people who are getting off on getting even.

6.1 22627 atkv.Rotten tomatoes einkunn 56% Critics 6/10
100 MÍN

Addicted to Love fjallar um Sam og Maggie, sem eiga það eitt sameiginlegt að fyrrum elskhugar þeirra hafa tekið saman og eiga í ástarsambandi. Sam er reiðubúinn að gera hvað sem er til að vinna aftur Lindu á meðan Maggie vill gera allt sem í hennar valdi stendur til að ná fram hefndum gegn Anton, hinum franska fyrrverandi elskhuga sínum. Þau Sam og Maggie hittast... Lesa meira

Addicted to Love fjallar um Sam og Maggie, sem eiga það eitt sameiginlegt að fyrrum elskhugar þeirra hafa tekið saman og eiga í ástarsambandi. Sam er reiðubúinn að gera hvað sem er til að vinna aftur Lindu á meðan Maggie vill gera allt sem í hennar valdi stendur til að ná fram hefndum gegn Anton, hinum franska fyrrverandi elskhuga sínum. Þau Sam og Maggie hittast síðan í New York þar sem þau eru bæði að njósna um sín fyrrverandi. Þau mynda samsæri til þess að ná fram vilja sínum gagnvart þeim, og Maggie nær að fullvissa Sam um að eina leiðin til að vinna aftur Lindu sé að niðurlægja Anton og eyðileggja líf hans.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Maður og kona taka höndum saman í ráðabruggi gegn fyrrverandi elskhugum sínum, hún til að hefna sín á honum og niðurlægja, hann til að vinna ástir hennar aftur. Eins og flestar aðrar Meg Ryan-myndir þá er þessi óraunsæ, sykurhúðuð og stundum bjánalega þreytandi en þó sæmileg afþreying og býr yfir svolitlum sjarma. En Ryan mætti fara að breyta til, væri t.d. athyglisvert að sjá hana raka á sér hausinn og berjast við geimskrímsli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn