Little Nicky
2000
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 26. desember 2000
He's Never Been To Earth. He's Never Even Slept Over Some Other Dude's House.
90 MÍNEnska
21% Critics
55% Audience
38
/100 Nicky litli er dekurdúkkan hans pabba síns í Helvíti. Hann er sonur Satans, sem erfði starfið frá föður sínum, Lúsífer. Satan vill nú setjast í helgan stein, en enginn sona hans er nógu góður til að taka við af honum. Cassius er stór og sterkur, en skortir góðmennsku til að ná að vera starfinu vaxinn. Svo er það Adrian, sem er bæði mjög heitur og klár,... Lesa meira
Nicky litli er dekurdúkkan hans pabba síns í Helvíti. Hann er sonur Satans, sem erfði starfið frá föður sínum, Lúsífer. Satan vill nú setjast í helgan stein, en enginn sona hans er nógu góður til að taka við af honum. Cassius er stór og sterkur, en skortir góðmennsku til að ná að vera starfinu vaxinn. Svo er það Adrian, sem er bæði mjög heitur og klár, en býr ekki yfir neinni góðmennsku, alls engri. Og svo er það Nicky, sem býr yfir góðmennsku, en skortir alla illsku. Honum er nú sagt að sleppa illskunni innra með sér lausri, en það verður hann að gera til að geta bjargað föður sínum. Cassius og Adrian yfirgefa Helvíti, og þar með frýs eldveggurinn sem hleypir glötuðum sálum inn í Helvíti. Þar sem engar sálir fá inngang, þá byrjar Satan að veslast upp og deyja. Nú þarf Nicky litli að fara og finna bræður sína, troða þeim ofaní flösku og fara með þá aftur niður í Helvíti á sama tíma, til að bjarga lífi Satans. Ef Nicky deyr á Jörðu, þá mun hann geta komist í gegnum frosna vegginn og aftur upp á Jörðu. Hann hefur aðeins viku til að vinna verkefnið, en það sem gerir þetta enn erfiðara en ella er að Cassius og Adrian eru miklu sterkari en hann.... minna