Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Best in Show 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Some pets deserve a little more respect than others.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Eigendur og umsjónarmenn fimm sýningarhunda fara á Mayflower Kennel Club hundasýninguna. Kvikmyndatökulið tekur viðtöl við þau þegar þau eru að búa sig undir ferðina, þegar þau koma á Philly Taf hótelið, og þegar þau keppa. Flecks kemur frá Flórída: hún er alltaf að hitta gamla elskhuga. Eldri maður í hjólastól og íturvaxin og glæsileg eiginkona... Lesa meira

Eigendur og umsjónarmenn fimm sýningarhunda fara á Mayflower Kennel Club hundasýninguna. Kvikmyndatökulið tekur viðtöl við þau þegar þau eru að búa sig undir ferðina, þegar þau koma á Philly Taf hótelið, og þegar þau keppa. Flecks kemur frá Flórída: hún er alltaf að hitta gamla elskhuga. Eldri maður í hjólastól og íturvaxin og glæsileg eiginkona hans eru hrifin af hundi umsjónarmannsins, sem er tvöfaldur sigurvegari, púðluhundur. Frá greiniskógum N.C. kemur maður sem vill verða búktalari. Þá eru þarna tveir samkynhneigðir hundaeigendur frá Tribeca og fleiri. Hundasýningin gefur innsýn í mennina sem eiga hundana. En hver verður besti hundur sýningarinnar?... minna

Aðalleikarar


Ein af þessum gullnu molum sem rataði ekki inn í kvikmyndahaus margra einsog svo oft gerist. Best in show er ein fyndnasta og skrítnasta mynd sem ég hef séð í langan tíma og karakterarnir sem koma í myndinni eru einhverjir þeir athyglisverðustu sem ég hef séð. Allir leikarar standa sig vel og myndin virkar flott í þessum heimildamynda-stíl og mættu fleiri fara að spreyta sig á þessum stíl. Þetta er skylduáhorf þar sem atriði eftir atriði verður fyndnara en það næsta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin, Best in Show hefur fengið mjög margar tilnefningar til verðlauna en það hefur ekki gengið eins vel að vinna þau. Ég bjóst því við ágætri og fyndri gamanmynd.

Myndin fjallar um hundaunnendur sem vilja gera allt fyrir hundana sína áður en þeir keppa á stórri hundasýningu þar sem eru vegleg verðlaun í boði. Persónurnar kynna sig og hundana sína til sögunnar alveg eins og þetta væri í heimildarmynd. En allir berjast um að verða sá besti á sýningunni.

Myndin er að nokkru leyti í heimildar myndarstíl en á IMDb stendur að hún sé fake-documentary mynd. Söguþráður myndarinnar er ekki mjög áhugaverður og brandararnir eru misfyndnir. Leikararnir standa sig flestir alveg þokkalega þó að þetta sé enginn Óskarsverðlauna leikur. Handritið er nokkuð slappt en Cristopher Guest hefur aldrei verið eins góður í leikstjórninni. Hann leikur einnig lítið hluverk í myndinni eins og hann gerir oftast.

Ég hugsa að Best in Show hefði alls ekki getað orðið betri mynd en hún varð með þessum söguþræði og leikaraliði. Hún er samt ekki nógu góð og aðallega er handritið lélegt. Það er því greinilegt að þessi mynd er alls ekki fyrir alla en það eru greinilega nokkuð margir að fíla hana.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær. Hún gefur manni aftur trú á kvikmyndakerfið. Þessi mynd er stundum svo svívirðilega fyndin að það er vont. Það er stundum erfitt að horfa á hana því hún gengur lengra en maður heldur að maður vilji og það er gott. Ef ykkur líkar óhefðbundnar myndir og viljið sjá fólk í fáránlegu ljósi og deyja úr hlátri (hvort sem hann er inn- eða útvortis) þá kíkið allavega á þessa mynd. Hundarnir eru líka krútt. Leikararnir eru mjög góðir, handrit og leikstjórn einnig en það er allveg greinilegt á öllu í myndinni að handritshöfundarnir fengu að ráða ferðinni, þeir leika báðir í myndinni og annar þeirra er einnig leikstjórinn. Svoleiðis klikkar mjög sjaldan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spennan er gífurleg, æsingurinn magnast við hverja mínútu. Hundruðir af áköfum keppendum streyma að allstaðar úr Ameríku tilbúinir til að taka þátt í tvímælalaust einum stærsta atburði lífs þeirra, Mayflower hundasýningunni. Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast grant með fimm hundum og eigendum þeirra sem öll eiga það sameiginlegt að fara að keppa á sýningunni og þrá þau öll að hundurinn þeirra hreppi titillinn Besti Hundur Sýningar. Gaman er að fylgjast með hvað eigendurnir lifa sig inn í heim hundana, undirbúningurinn fyrir sýninguna er mikil og hundarnir eru æðislegir. Myndin hefur fengið mjög góða dóma vestanhafs og var reglulega gaman og spennandi að fylgjast með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Best in Show er úr smiðju þeirra Christopher Guest og Eugene Levy, sem eru gamanleikarar af gamla skólanum. Þeir stóðu saman að snilldinni Waiting for Guffman fyrir nokkrum árum, og þessi mynd gerir jafnvel enn betur. Þeir hafa sankað að sér aðdáunarverðum hópi leikara, þeirra á meðal hinum frábæru Michael McKean og Catherine O'Hara, sem bæði eru stórlega vanmetin hér vestan hafs, Parker Posey og Fred Willard, sem fer á kostum í hlutverki kynnis á keppninni. Líkt og í Guffman er myndin byggð upp sem heimildarmynd þar sem blandað er inn í viðtölum við aðalpersónurnar. Að þessu sinni er sögusviðið Mayflower-hundasýningin í Philadelphiu, og fylgst er með undankeppnum og eigendum nokkurra keppendanna. Þeirra á meðal eru undarleg hjón frá Flórída sem eru alltaf að rekast á gamla kærasta konunnar (Levy er frábær sem kokkálaði eiginmaðurinn), ótrúlega stressað uppapar sem varpar öllum tilfinningum yfir á hundinn sinn, ólíklegasta hommapar síðari ára, stórundarlegur Suðurríkjamaður með áhuga á búktali, og vægast sagt ljóshærð gella með eldgamlan eiginmann. Áhorfendur fá að fylgjast með ævintýrum þessa liðs og stressinu sem fylgir jafn miklu álagi og hundakeppni hlýtur að vera. Þeir sem ná sér í DVD-diskinn ættu að skoða úrklippurnar, þar sem hún var að miklu leyti spunnin og sum atriðin sem sleppt var eru alveg dæmalaus og sýna leikarana ganga aðeins of langt með vitleysuna. Það er meira en óhætt að mæla með Best in Show. Hún er sennilega ekki fyrir alla, en hún er full af lágstemmdum en frábærum húmor sem auðvelt er að hafa gaman að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

16.05.2020

Fred Willard látinn

Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára að aldri. Dóttir hans staðfesti þetta í yfirlýsingu en þar segir að hann hafi látist á aðfaranótt laugardags í faðmi fjölskyldunnar.Willard er þekktur fyrir ýmis hl...

22.03.2020

Seríur í sérflokki fyrir sóttkvína: „Bestu sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið“

„Við lifum á tímum fordæmalauss sjónvarpsgláps þar sem tugir frábærra þáttaraða eftir fremsta kvikmyndagerðarfólk heims eru aðeins einum fjarstýringarsmelli frá okkur. Á þessum orðum hefst upptalning á sjónvarpsser...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn