Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Duets 2000

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 15. febrúar 2002

Six lost souls in search of a little harmony.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
Rotten tomatoes einkunn 49% Audience
The Movies database einkunn 40
/100

Duets er vegamynd sem fjallar um hinn lítt þekkta heim karaókísöngs og kenjóttar persónurnar sem taka þátt í þeim heimi. Við sögu kemur baslandi söngvari sem dreymir um að slá í gegn, vonsvikinn sölumaður sem endar á óvæntu ferðalagi, ósamstæð fjölskylda svikahrapps og löngu týndrar dóttur hans, og fangi á flótta með sannkallaða englarödd. Allar... Lesa meira

Duets er vegamynd sem fjallar um hinn lítt þekkta heim karaókísöngs og kenjóttar persónurnar sem taka þátt í þeim heimi. Við sögu kemur baslandi söngvari sem dreymir um að slá í gegn, vonsvikinn sölumaður sem endar á óvæntu ferðalagi, ósamstæð fjölskylda svikahrapps og löngu týndrar dóttur hans, og fangi á flótta með sannkallaða englarödd. Allar leiðir liggja til Omaha, en þar fer fram Karaókíkeppni sem allir þessir söngvarar stefna á.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Duets er kvikmynd sem lítið fór fyrir vestan hafs og hefur nú ratað í kvikmyndahús hérlendis. Ég man eftir því að fyrir nokkrum árum var talað um að Gwyneth Paltrow og faðir hennar Bruce Paltrow ætluðu að gera saman mynd um karaoke söngvara og fá þáveranda unnusta Gwyneth, Brad Pitt, til að leika einnig í myndinni. Um þetta leyti slitnaði upp úr sambandinu hjá Paltrow og Pitt og síðan heyrði ég ekkert meira um þessa mynd fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Eins og kom fram fjallar Duets um nokkra karaoke söngvara og hvernig líf þeirra fléttast saman á óvæntan hátt í tengslum við karaoke keppni sem þau ætla sér öll að taka þátt í. Aðalpersónurnar eru sex talsins og eru allar leiknar af þekktum andlitum, nema kannski söngvarinn Huey Lewis sem fer með eitt aðalhlutverkið. Eins og við er að búast taka þessir ágætu leikarar nokkur valin lög í myndinni og eru sum af þeim eftirminnilegustu atriði myndarinnar. Gagnrýnendur vestan hafs voru ekki hrifnir af Duets þegar hún var sýnd þar, en ég verð eiginlega að vera ósammála þeim. Þetta er ekkert meistaraverk, en engu að síður betra en stór hluti af því sem maður hefur verið að sjá nýlega. Hér tekst vel að blanda húmor, drama og tónlist saman í skemmtilega heild sem nær að halda athygli manns út í gegn. Leikararnir standa sig vel og góð kemistría er í gangi á milli flestra þeirra. Að lokum verð ég að þakka þeim sem sá um að texta myndina á íslensku fyrir að senda mig og frúna í nokkurra mínútna hláturskast. Hvers vegna? Tiltölulega saklaus lína úr vel þekktu lagi sem hljóðar svo ''Her name was Lola - she was a showgirl'' var þýtt sem ''Hún hét Þóra - hún var hóra''.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn