Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Hamlet 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. ágúst 2000

Passion, Betrayal, Revenge. A Hostile Takover is Underway.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Myndin gerist árið 2000 í New York og er nútímaleg útgáfa af frægu leikriti Shakespear. Vofa í gervi nýlátins forstjóra fyrirtækisins Denmark Corporation birtist Hamlet, og segir frá svívirðilegu morði, krefst hefndar, og segir að morðinginn heiti Claudius, hinn nýi forstjóri Denmark, sem er einnig frændi Hamlet og nýr stjúpfaðir. Hamlet þarf nú að sannreyna... Lesa meira

Myndin gerist árið 2000 í New York og er nútímaleg útgáfa af frægu leikriti Shakespear. Vofa í gervi nýlátins forstjóra fyrirtækisins Denmark Corporation birtist Hamlet, og segir frá svívirðilegu morði, krefst hefndar, og segir að morðinginn heiti Claudius, hinn nýi forstjóri Denmark, sem er einnig frændi Hamlet og nýr stjúpfaðir. Hamlet þarf nú að sannreyna að vofan sé sannanlega faðir hans, og að Claudius hafi framið ódæðið. Til að kaupa sér tíma, þá gerir Hamlet sér upp geðveiki, og til að vekja um samviskubit hjá frændanum þá býður hann honum að horfa á kvikmynd sem hann gerði sem segir frá morði. Þegar Hamlet er að lokum sannfærður um sekt frændans, þá þarf Hamlet að hefna föður síns. Claudius veit núna að Hamlet gæti unnið honum mein og notar jafnvel Ophelia, unnustu Hamlet, gegn honum.... minna

Aðalleikarar


Leikstjórinn Michael Almereyda er ekki beint meðal þekktustu nafna kvikmyndasögunnar og því þykir mér með endemum hvað hann hefur verið heppinn með aðgang að góðum leikurum fyrir þessa mynd. Eflaust hafa þeir Weinstein-bræður hjá Miramax verið með krumlurnar í því og reddað mestum hluta fólksins hér, og er það vel. Maður var nú farinn að halda að nútíma-Shakespeare fyrirbærið væri búið að renna sitt skeið á enda, en svo virðist ekki vera. Enda er væntanlega endalaust hægt að sækja í smiðju meistarans (sjá hina væntanlegu "O" sem er nútíma-unglingaútfærsla á Óþelló). Hugmyndin hér er ansi sniðug. Sögusviðið er Manhattan árið 2000 og hér snýst málið um yfirráðin í Danmerkursamteypunni. Forstjórinn deyr á undarlegan hátt og fyrr en varir er eiginkona hans tekin saman við manninn sem einna helst virðist bera ábyrgð á dauða hans. Sonur hennar, Hamlet (Ethan Hawke, ekki jafn pirrandi og hann getur oft verið), virðist vita að eitthvað sé rotið í Danaveldi. Ég var svo heppinn að komast á sýningu hérna þar sem Almereyda sjálfur var viðstaddur og hann útskýrði margt og svaraði spurningum eftir myndina. Það verður gaman að sjá hvað hann sendir frá sér í framtíðinni þar sem þetta er a.m.k. mjög snilldarleg útfærsla á einhverju útjaskaðasta leikriti allra tíma. "To be or not to be"-ræðan er sett mjög skemmtilega upp hér. Hamlet er svo sannarlega ekki mitt uppáhalds Shakespeare-verk, en ég hafði gaman að myndinni. Hawke er fínn, Julia Stiles á marga góða spretti, og það er gaman að fylgjast með Kyle MacLachlan (sem ég hef dýrkað síðan í Twin Peaks) og gamla brýninu Sam Shepard. Bill Murray er frábær sem Polóníus, og Rosencrantz, Guildenstern, grafarinn, og Fortinbras eru jafnframt stórgóðar persónur í höndum góðra leikara. Liev Schreiber finnst mér alltaf leiðinlegur og hann gerir ekkert fyrir Laertes hér. Eins og venjulega eru Shakespeare-myndir ekki fyrir alla, en þessi fær mín meðmæli hiklaust.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.04.2022

Æðisgengin reið á hvítu hrossi

Tvær sérstaklega áhugaverðar og spennandi kvikmyndir bætast í bíóflóruna nú um helgina sem þýðir að úrvalið af kvikmyndum í bíó um Páskahelgina verður í einu orði sagt frábært! Allir ættu að geta fundið ...

06.04.2022

Sjón og hinar stjörnurnar á forsýningu The Northman í London í gær

Kvikmyndin The Northman var frumsýnd í London í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Á meðal gesta var rithöfundurinn Sjón sem skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers. Leikstjórinn Robert Eggers, ...

17.12.2020

Sjón með nýja túlkun á Hamlet

Sænska leikkonan Noomi Rapace hefur verið ráðin í titilhlutverk glænýrrar túlkunar á Hamlet og er handritið eftir rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, eða Sjón. Kynjahlutverkum verður snúið við í þessari a...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn