Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Útlitið segir ekki allt
Ef maður horfir á Dinosaur þá sér maður strax að myndin lítur mjög vel út, sérstaklega fyrir sinn tíma. Myndin hefur blöndu af raunverulegum bakgrunni og tölvugerðum karakterum, sem ég hef ekki séð oft. Disney gerðu þessa mynd um von um að hún myndi verða eins vel tekin og elskuð og Pixar myndirnar sem höfðu komið út á þessum tíma (Toy Story 1/2 og A Bug's Life)
Þeim mistókst!
Fyrir utan útlitið er ekkert sem mér fannst gott við þessa mynd. Karakterarnir gleymast jafnvel þótt þau séu að tala. Aladar er óáhugaverður aðalkarakter og það bætir ekki að hann kemur með hallærislegustu línurnar í myndinni. Ekki einu sinni fann ég fyrir einhverju á milli hans og kvenkyns risaeðlunni sem hann er hrifinn af, Neera. Lemúrarnir gera annað hvort gleymda hluti eða skömmustulega hluti (og með öðrum orðum, hver fann upp á því að hafa Lemúrana í þessari mynd? Þeir lifðu ekki á tímum risaeðla). Antagonistarnir í myndinni, Kron og Bruton eru frekar einnar-víddar karakterar fyrir utan þegar Bruton er alveg að deyja, þá er allt í einu klínt einhverju hugrekki upp úr engu á hann. Einu karakterarnir sem eru í lagi eru gömlu risaeðlurnar, en mest megnis vegna þess að þær gerðu ekkert til að lækka áliti manns á þeim.
Hasarinn er ekkert sérstakelga vel gerður og mjög hægur, húmorinn (þó hann sé ekki mikill) virkar sjaldan, myndin hefur fullt af einkennilegum atriðum (t.d. klæmaxið, risaeðlurnar ná að fara framhjá T. Rex með því að... ganga) og minnir mann óþarflega mikið á Don Bluth myndina The Land Before Time. Risaeðlurnar eru aðeins of svipaðar.
En eins og ég sagði fyrir ofan þá er útlitið mjög gott, sérstaklega þar sem risaeðlurnar enda. Eini gallinn við útlitið að það er oft frekar einhæft. Tónlistin er þar að auki ekki svo slæm.
Myndin átti upprunalega að hafa ekkert handrit og tel ég að það hefði virkað talsvert betur. Þá hefði verið að hægt að einbeita sér miklu betur að listrænni hlið myndarinnar, kannski látið hana vera lengri homage útgáfu af Fantasia-atriðinu "The Rite of Spring". Því miður var hún ekki þannig, svo að ég get örugglega kallað myndina ein af þeim verstu sem Disney hefur komið með.
4/10, rétt sleppur.
Ef maður horfir á Dinosaur þá sér maður strax að myndin lítur mjög vel út, sérstaklega fyrir sinn tíma. Myndin hefur blöndu af raunverulegum bakgrunni og tölvugerðum karakterum, sem ég hef ekki séð oft. Disney gerðu þessa mynd um von um að hún myndi verða eins vel tekin og elskuð og Pixar myndirnar sem höfðu komið út á þessum tíma (Toy Story 1/2 og A Bug's Life)
Þeim mistókst!
Fyrir utan útlitið er ekkert sem mér fannst gott við þessa mynd. Karakterarnir gleymast jafnvel þótt þau séu að tala. Aladar er óáhugaverður aðalkarakter og það bætir ekki að hann kemur með hallærislegustu línurnar í myndinni. Ekki einu sinni fann ég fyrir einhverju á milli hans og kvenkyns risaeðlunni sem hann er hrifinn af, Neera. Lemúrarnir gera annað hvort gleymda hluti eða skömmustulega hluti (og með öðrum orðum, hver fann upp á því að hafa Lemúrana í þessari mynd? Þeir lifðu ekki á tímum risaeðla). Antagonistarnir í myndinni, Kron og Bruton eru frekar einnar-víddar karakterar fyrir utan þegar Bruton er alveg að deyja, þá er allt í einu klínt einhverju hugrekki upp úr engu á hann. Einu karakterarnir sem eru í lagi eru gömlu risaeðlurnar, en mest megnis vegna þess að þær gerðu ekkert til að lækka áliti manns á þeim.
Hasarinn er ekkert sérstakelga vel gerður og mjög hægur, húmorinn (þó hann sé ekki mikill) virkar sjaldan, myndin hefur fullt af einkennilegum atriðum (t.d. klæmaxið, risaeðlurnar ná að fara framhjá T. Rex með því að... ganga) og minnir mann óþarflega mikið á Don Bluth myndina The Land Before Time. Risaeðlurnar eru aðeins of svipaðar.
En eins og ég sagði fyrir ofan þá er útlitið mjög gott, sérstaklega þar sem risaeðlurnar enda. Eini gallinn við útlitið að það er oft frekar einhæft. Tónlistin er þar að auki ekki svo slæm.
Myndin átti upprunalega að hafa ekkert handrit og tel ég að það hefði virkað talsvert betur. Þá hefði verið að hægt að einbeita sér miklu betur að listrænni hlið myndarinnar, kannski látið hana vera lengri homage útgáfu af Fantasia-atriðinu "The Rite of Spring". Því miður var hún ekki þannig, svo að ég get örugglega kallað myndina ein af þeim verstu sem Disney hefur komið með.
4/10, rétt sleppur.
Mjög vel gerð mynd tölvuteiknimynd en söguþráðurinn er allt of væminn og leiðilegur. Myndin er um stóra risaeðlu sem elst upp hjá allt öðrum ættbálki risaeðlna (sem eru ekki einu sinni risaeðlur). Ef þú ert eldri en 10 ára tel ég ekki miklar líkur á því að þér muni líka þessi mynd.
Dinosaur er ein besta teiknimynd sem ég hef séð. Hún gerist á krítartíma og er að koma að endalokunum. Þessi mynd er tölvugerð en blandað er við hana umhverfi sem minnir mig á Afríku. Grænskeglan Aladar ólst upp hjá lemúrum eftir að kjötæta drap foreldra hans. Þá skall halastjarna á jörðina og eyddi nær öllu lífi á jörðinni. Myndin er mun betri en flestar aðrar risaeðlumyndir, t.d. Jurassic Park en þar vantar fleiri dýr og þar sleppa þeir of oft við að láta rándýr veiða grasætur, aðeins menn. Sannkölluð gæðamynd.
Það er ekki oft sem mér finnst Disney myndir vera einfaldlega lélegar en því miður á það við um Dinosaur. Dinosaur fjallar um risaeðluna Aladar sem elst upp hjá límúrum (eða eitthvað svoleiðis) sem líta út eins og litlir apar. Aladar og apafjölskyldan flýja naumlega loftsteinaregn og flóðbylgju og komast á land þar sem öllum gróðri hefur verið í eytt í öllu regninu. Þau ganga í lið með nokkrum öðrum risaeðlum sem eru á leið í einhverja paradís (var einhver að horfa á The Land Before Time þegar þessi mynd var skrifuð?), þ.á m. eru ýmsar kunnuglegar persónur eins og t.d. sæta kveneðlan, ruddalegi bróðir hennar og veikburða gamalmennin. Það fór ýmislegt í taugarnar á mér í þessari mynd og hér á eftir mun ég telja upp minnisverðustu atriðin: Hver maður veit að einn mikilvægasti þátturinn í þróunarkenningu Darwins er sá að þeir hæfustu lifa af. Þessi mynd er greinilega á móti þeirri staðhæfingu þar sem þeir sem vilja skilja þá veiku eftir eru umsvifalaust gerðir að samúðarlausum illmennum og ekki sakar það að veiku persónurnar eru gerðar óeðlilega góðar og viðkunnanlegar. Þetta kallast, síðast þegar ég vissi, "audience manipulation" sem þýðir einfaldlega að kvikmyndagerðarmennirnir segja okkur hvernig okkur á að líða þó það stríði gegn rökréttri hugsun. Einnig fannst mér það leiðinlegt að sjá kjötætur enn og aftur túlkaðar sem vondu karakterana sérstaklega undir þessum kringumstæðum. Þegar loftsteinn hefur gjörbreytt öllu vistkerfinu verða allir að reyna að komast af, jafnvel þeir sem borða kjöt. Kjötæturnar deyja út ef þær borða ekki grasæturnar en samt sem áður eru þær gerðar illar og vondar, m.a. er ein þeirra sýnd kremja risaeðluegg: Aftur audience manipulation. Og svo, ef ég á að fara út í enn meiri smámuni, þá skildi ég ekki af hverju grasæturnar voru einu eðlurnar sem gátu talað en grimmu, vondu kjötæturnar öskruðu bara. Ókei, þetta er Disneymynd og þær eru allar meira og minna svona, er það ekki? Ég held bara að það hefði verið skemmtilegra að sjá risaeðlumynd sem gerðist ekki á þeim tíma sem allar tegundir voru við það að deyja út og hver eftirlifandi eðla þurfti hvern einasta matarbita til að lifa af. Þá hefði það ekki skipt máli hver væri vondi kallinn. En þetta er Disneymynd og ekki má setja út á þær. Satt að segja eru Disney myndir oftast alls engin listaverk þar sem þær búa flestar allar yfir lélegri persónusköpun, grunnu, einföldu handriti með auðskildum og auðveldum skilaboðum og ótrúlega litlu úrvali af stereótýpum en hafa einhvern Disney-sjarma. Þess vegna ákvað ég að láta allt ofangreint ekki hafa nein áhrif á stjörnugjöfina og ég stend við það. Ástæðan fyrir því að ég gef Dinosaur ekki meira er sú að hún er hundleiðinleg. Handritið er of einfalt og of tilþrifalítið. Ég vorkenni virkilega börnum nútímans sem mega ekki einu sinni verða spennt lengur í bíó því að það hæfir þeim ekki aldursins vegna. Ég man þegar Batman myndirnar (fyrstu tvær) komu út, ég dýrkaði þær (og geri enn, Burton er bestur) en þær yrðu brennimerktar hryllingsmyndir nú til dags ef einhverjum dytti í hug að sýna þær aftur í bíó. Í staðinn fáum við myndir eins og Dinosaur, algjörlega lausar við spennu og húmor en fullar af tilgerðarsemi og yfirgengilegri væmni (ójá, þessi mynd er væmin jafnvel á Disney mælikvarða). Mér dauðleiddist á þessari mynd og þar sem ég var gjörsamlega ósammála öllum þeim skilaboðum sem hún reyndi að koma frá sér (og talandi um augljós skilaboð!) var aðeins eitt sem ég gat dáðst að: tölvubrellurnar. Og þeim gef ég þessa einu og hálfu stjörnu. Brellurnar í þessari mynd eru stórkostlegar þó þær séu alls ekki betri eða raunverulegri en í Jurassic Park eins og auglýsingarnar vilja telja okkur trú um. Brellurnar í þessari mynd hæfa þessari tegund mynda mjög vel og er öll vinna á risaeðlunum frábær og þess vegna er synd að myndin skuli vera svona óspennandi og leiðinleg. Ég ætla ekki einu sinni að mæla með henni fyrir börnin vegna þess að ég tel það næsta víst að hvert einasta barn lofsyngur hverja einustu mynd sem það sér í bíó eingöngu vegna þess að það fer svo sjaldan í bíó. Börn eiga örugglega eftir að segja að þessi mynd sé frábær eða geðveik eða eitthvað þaðan af verra en hún er það ekki og á alls ekki skilið 700 krónurnar. Já, og plús það að hún er líka óraunveruleg, þ.e. atburðirnir, ekki talandi risaeðlurnar. En þetta er Disneymynd og svoleiðis smámunir skipta engu máli í þeim... er það ekki?
Að mínu mati ein besta Disney mynd síðan Lion King. Segir frá risaeðlum sem lenda í því að heimkynni þeirra tortímast þegar loftsteinn skellur á jörðina. Leiðtogi hópsins er risaeðla sem var alinn upp af öpum (minnir reyndar óþyrmilega á Tarzan) þar sem eggið hans var numið úr hreiðrinu og fór í óvænt ferðalag. Það er góð tilbreyting að hér er ekki að finna nein söngvaatriði sem hafa að mínu mati skemmt fyrir nokkrum nýlegum Disney myndum. Risaeðlurnar eru tölvugerðar og blandað inn í raunverulegt umhverfi og útkoman lítur stórkostlega út, þessi mynd er vissulega veisla fyrir augað. Tölvugrafíkin tekur enn eitt stökkið hérna eins og sjá má í tölvugerðu öpunum þar sem hárin á feldinum flökta í vindinum og á svipbrigðum persónanna. Myndin hefur jafnframt dimmri undirtón en flestar hinar Disney myndirnar þar sem söguhetjurnar eru ekki aðeins að berjast fyrir lífi sínu heldur jafnframt að heyja baráttu við vonleysi og uppgjöf. Þrátt fyrir að handritið sé ekki gífurlega frumlegt og að skjóta megi á vísinda- og sögulega nákvæmni sögunnar nær það einfaldlega ekki að draga myndina niður, hún er það sem hún átti alltaf að vera - góð skemmtun sem öll fjölskyldan getur notið jafnt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Buena Vista
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
24. nóvember 2000
VHS:
16. ágúst 2001