Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Splendor 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. maí 2000

Explore the possibilities ....

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Vernoica, venjuleg kona á þrítugsaldri, ákveður að breyta til í tilhugalífinu og fara að vera með tveimur strákum í einu: viðkvæmum og misheppnuðum rithöfundi að nafni Abel og frekar grunnhyggnum trommuleikara að nafni Zed. Í fyrstu fyllist hún örvæntingu. En síðan finnur hún leið til að vera með þeim báðum, án þess að þeir viti af hvorum öðrum.... Lesa meira

Vernoica, venjuleg kona á þrítugsaldri, ákveður að breyta til í tilhugalífinu og fara að vera með tveimur strákum í einu: viðkvæmum og misheppnuðum rithöfundi að nafni Abel og frekar grunnhyggnum trommuleikara að nafni Zed. Í fyrstu fyllist hún örvæntingu. En síðan finnur hún leið til að vera með þeim báðum, án þess að þeir viti af hvorum öðrum. Síðan segir hún þeim báðum frá. Þá hittast þeir Abel og Zed, og á endanum fara þau öll að búa saman, í skringilegum en lukkulegum þríkanti. En eftir því sem tíminn líður þá fer Veronica að fjarlægjast þá, en Abel og Zed verða eins og bræður. Þannig að þegar að leikstjóri fer að gera hosur sínar grænar við Veronica sem er nú orðin ófrísk, og veit ekki hver er faðirinn, og vill giftast henni, þá eykst spennan. Munu Abel og Zed fullorðnast og bjarga málunum?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þetta var nú aldeilis sérstök mynd! Hún hefur það kannski sem sinn stærsta kost að vera fín og hressileg tilbreyting frá hefðbundnum myndum. Ég ætla ekki að fara út í söguþráðinn utan þess að í myndinni er mikið kynlíf og þónokkur húmor. Væmnikaflar komu svo vitaskuld og stundum sat maður í sætinu og hristi hreinlega hausinn yfir því sem gekk á en það var nú allt í lagi. Ekkert blóð, bara saklausar pælingar og endar svo auðvitað eins og amerískar myndir gera alltaf ... en umfram allt tilbreyting.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn