Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mér fannst þessi ræma hin fínasta skemmtun. Þetta er það sem mér fannst gott: Hún er með skemmtilega og soldið einkennilega sögu, mjög frumlegt handrit, persónur myndarinnar eru mjög athyglisverðar og leikarar standa sig ágætlega í hverju hlutverki. Soldið óvenjuleg gamanmynd, en alveg hægt að hafa gaman af.
Ég er ekki alveg að fatta hugsunarháttinn bakvið þessa mynd. Hún er alveg áhorfanleg, hún er ekki leiðinleg. Það er eins og myndin hafi verið tekin á einni viku og gefin út viku seinna. Engin veruleg vinna lögð í hana. Þetta er nú bara flipp mynd um morð og fleiri morð og fáranlegar perónur. Hún er fyndin á köflum og hefur ágætis leikaralið en samt nægir það ekki fyrir þessa flippmynd. Það er alls ekkert sérstakt um þessa mynd, það er engin ástæða til þess að sjá hana nema þú ert að biðja um ekkert. Annars er þetta algert miðjumoð.
Þótt Drowning Mona sé engin stórmynd, þá kom hún mér skemmtilega á óvart. Myndin gerist í Verplack, litlum smábæ í Bandaríkjunum þar sem allir þekkja alla. Í upphafi fáum við að sjá þegar kona að nafni Mona Dearly (Bette Midler) ekur bílnum sínum fram af klett, ofan í vatn og deyr. Ljóst er að einhver hefur fiktað við fremsurnar og tekur þá við rannsókn sem lögreglustjórinn í bænum (Danny De Vito) sér um ásamt treggáfuðu aðstoðarmönnum sínum. Á meðan á rannsókninni stendur fáum við að kynnast nokkrum skrautlegum persónum bæjarins og hvernig þau tengjast Monu. Rannsóknin gengur mjög illa og erfitt reynist að fækka grunuðum, vegna þess að Mona var afskaplega illa innrætt og leiðinleg manneskja, og þess vegna hötuð af öllum. Þótt myndin snúist um þessa ráðgátu þá er þetta alls engin sakamálamynd og plottið því algjört aukaatriði. Mér fannst það hins vegar ekki skemma því persónurnar eru svo skemmtilega skrifaðar og yndislega vonlausar, og samtölin frábær. Danny De Vito, Jamie Lee Curtis, Casey Affleck, Neve Campbell, William Fichter og Will Farrell standa sig öll vel, en Bette Midler þó best, og eru flashback atriðin með henni frábær. Yndisleg svört grínmynd
Drowning Mona er ofsalega ómerkileg gamanmynd sem forðar sér undan hræðilegleika með góðum leikurum og nokkrum mjög góðum bröndurum. Myndin segir frá leit að morðingja Monu Dearly, skemmtilega leikin af Bette Midler, en Mona var talin af flestum íbúum bæjarins Verplanck leiðinlegasta og versta manneskja á jörðinni. Hver drap Monu Dearly? Ég held að engum sé sama vegna þess að myndin hefur greinilega mjög takmarkaðan áhuga á "morðfléttunni". Það skemmtilegasta við myndina eru hin of fáu flashback atriði þar sem við sjáum Midler í góðum gír, en annars er lítið annað skemmtilegt. Neve Campell og Casey Affleck eru illa valin í sín hlutverk sem afar ómerkilegt par, en Jamie Lee Curtis og William Fichter eru alveg fullkomin sem ógeðslega low-life hvítt hyski, þó Curtis sé allt of lítið með í myndinni til þess að hún skipti einhverju máli. Danny De Vito ætti alls ekki að vera þarna en stendur sig samt ágætlega. Hvernig allir þessir leikarar samþykktu að leika í svona augljósri meðalmynd er fyrir mér óskiljanlegt, en þau ná samt sem áður ekki að lyfta henni mikið upp úr meðalmennskunni. Ég mæli með henni bara fyrir aðdáendur Bette Midler.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
10. nóvember 2000