Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágætis mynd svosem, það var ágætt að fara á hana í bíó en á köflum svolítið þreytandi. Eitt og eitt atriði sem voru fyndin og ágætt að skella þessari mynd í tækið. Ég gef myndinni 3 stjörnur af fjórum.
Ég verð nú bara að segja að þetta er ein af lélegri myndum sem ég hef séð á ævi minni. Ég reyni alltaf að sjá eitthvað gott við allar myndir, en ég bara sá það ekki þarna. Ég og kærastan ákváðum að fara í bíó og vissum ekkert um þessa mynd, þannig væntingarnar voru engar. Þessi mynd minnti mig helst á lélegan breskan sjónvarpsþátt leikstýrðum að 5 ára krökkum. Ég held að ég hafi aldrei verið fyrir jafn miklum vonbrigðum með eina mynd og sé svo sannarlega eftir að hafa eytt pening í þennan hrylling.
Mér finnst þessi mynd bara fín. Ég hef lesið bókina líka og bókin og myndin eru ekki alveg eins. Mér fannst bókin skemmtilegri en kannski er það bara af því að ég las hana áður en ég sá myndina. Mér fannst myndin svolítið ruglingsleg. Aðallega byrjunin. Ég skildi ekki alveg hvað var að gerast. Efni myndarinnar finnst mér mjög sniðugt. Það að prófa að vera hitt kynið er örugglega eitthvað sem öllum hefur langað að reyna. Þó að mér finnist myndin mjög góð þá held ég að ég nenni ekki að sjá hana aftur. Að mínu mati er þetta þannig mynd sem er hægt að sjá oft. Hún er fín einu sinni en ekki oftar. Þá fer hún bara að vera þreytandi. Ekki nema að það líði langur tími á milli. Ég get alveg mælt með henni en þó held ég að fullorðnir hafi ekki mikið gaman af henni. Hún er of unglingaleg. Ég gef henni 3 stjörnur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
2. desember 1999