Náðu í appið
Prince Valiant
Bönnuð innan 10 ára

Prince Valiant 1997

Frumsýnd: 24. september 1999

He who holds the sword, rules the world.

92 MÍNEnska

Fyrir langa löngu síðan réð Arthúr konungur ríkjum í höllinni Camelot. Riddarar hringborðs hans fremja hreystiverk og stunda inn á milli burtreiðar, þorpsbúum til mikillar gleði, og þá sérstaklega kætir það Ilene prinsessu, sem er gestkomandi í Camelot. Hún á aðdáanda sem dáist að henni í fjarska, Valiant, og þegar hin unga velska prinsessa er send... Lesa meira

Fyrir langa löngu síðan réð Arthúr konungur ríkjum í höllinni Camelot. Riddarar hringborðs hans fremja hreystiverk og stunda inn á milli burtreiðar, þorpsbúum til mikillar gleði, og þá sérstaklega kætir það Ilene prinsessu, sem er gestkomandi í Camelot. Hún á aðdáanda sem dáist að henni í fjarska, Valiant, og þegar hin unga velska prinsessa er send heim til sín til að giftast Arn prinsi, þá finnur Valiant leið til að fá að fylgja henni, þ.e. að búa sig upp sem Sir Gawain. Á sama tíma er hin illa seiðkona Morgan le Fey, systir Arthúrs, búin að sannfæra harðstjórann Sligon, sem stjórnar víkingaríkinu Thule, um að stela sverði Artúrs konungs, hinu volduga og göldrótta Excalibur, vitandi það að ef Arthúr missir það þá myndi það þýða endalok hans. Inn í dæmið kemur hinn óstöðugi og sturlaði bróðir hans Thagnar, sem tekst að stela sverðinu. Nú upphefst mikil ringulreið og eftir nokkrar skærur, þar á meðal eina við dularfulla persónu sem býr í helli með stolnum fjársjóði, konum og öðrum verðmætum hlutum, þá tekst Valiant að koma prinsessunni til síns heima, en á leiðinni tókst honum að heyja einvígi við hinn afbrýðisama Arn prins. Allt breytist svo þegar Valiant er tilkynnt um arf sem hann fær frá ókunnuga manninum í hellinum ... Boltar frá Thule. hann tlkynnir honum að hann sé Prins Valiant, réttur erfingi konungsdæmisins Thule og með hans hjálp, þá snýr Valiant aftur til heimalands síns til að ná því sem er hans með réttu.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn