Náðu í appið
Thanksgiving

Thanksgiving (2023)

"There will be no leftovers."

1 klst 47 mín2023

Eftir að uppreisn á Svarta föstudeginum endar á hörmulegan hátt herjar dularfullur morðingi sem sækir innblástur í Þakkargjörðarhátíðina, á íbúa Plymouth, Massachusetts - sem er...

Rotten Tomatoes83%
Metacritic63
Deila:
Thanksgiving - Stikla
18 áraBönnuð innan 18 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Netflix

Söguþráður

Eftir að uppreisn á Svarta föstudeginum endar á hörmulegan hátt herjar dularfullur morðingi sem sækir innblástur í Þakkargjörðarhátíðina, á íbúa Plymouth, Massachusetts - sem er fæðingarbær hins alræmda frídags.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Myndin er byggð á gervi-stiklu úr Grindhouse frá árinu 2007. Eli Roth leikstýrði Thanksgiving stiklunni sem sýnd var á milli kvikmyndanna Planet Terror (2007) og Death Proof (2007) þegar þær voru sýndar saman, hvor á eftir annarri.
Eli Roth sagði að kötturinn í myndinni væri svo góður leikari að hann hafi kallað hann Leonardo DiCatprio. Kötturinn heitir í raun Tonic og hefur áður leikið aðalhlutverk í Pet Semetary frá 2019.
Umboðsmaður Patrick Dempsey hafði samband við Eli Roth og sagði að Dempsey hefði áhuga á að leika í kvikmyndinni. Roth varð spenntur fyrir hugmyndinni en sagðist ekki vita hvort hann hefði efni á leikaranum. Umboðsmaðurinn sannfærði hann og sagði að Dempesey langaði reglulega mikið að leika í hrollvekju. Hann hafi lesið handritið og líkað það mjög vel.

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Electromagnetic ProductionsUS
Dragonfly EntertainmentUS
Spyglass Media GroupUS