Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Naked Souls 1996

Desired By Every Man. Possessed By One.

85 MÍNEnska

Edward hefur nóg að gera við að reyna að komast að leyndarmálum fólks með hugsanalestri. Hann gefur sig allan í vinnuna, og kærastan, Britt, verður því útundan. Longstreet kemur nú til sögunnar og býður Edward stað til að vinna að rannsóknum sínum með ótakmarkað fé til umráða. En það býr þó meira að baki þar sem Edward er á einhvern hátt að... Lesa meira

Edward hefur nóg að gera við að reyna að komast að leyndarmálum fólks með hugsanalestri. Hann gefur sig allan í vinnuna, og kærastan, Britt, verður því útundan. Longstreet kemur nú til sögunnar og býður Edward stað til að vinna að rannsóknum sínum með ótakmarkað fé til umráða. En það býr þó meira að baki þar sem Edward er á einhvern hátt að ná að leysa gátuna um hvernig hægt sé að lifa að eilífu. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Naked souls er ein af þessum lítt þekktu B-myndum. Þar sem hún er ekki í kvikmyndahandbók Maltin´s mundi maður ekki búast við því að hún væri til umfjöllunar hér á kvikmyndir.is. En hvað sem því líður þá er þetta ágætis mynd. Sílíkondaman Pamela Anderson fer með stórt hlutverk og einn af mínum uppáhaldsleikurum David Warner fer með hlutverk aldraðs milljarðamærings sem skiptir um líkama við mun yngri mann. Hljómar kunnuglega? En myndin gengur samt alveg upp og ber þá helst að þakka fersku útliti og öruggri leikstjórn. Eiginlega hefði Naked souls átt að fá tvær stjörnur en höfum það tvær og hálfa út af glæsilegri frammistöðu hjá David Warner enda er hann alltaf jafn yndislega skemmtilegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn