Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Chill Factor 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

This Fall, Action is served on the rocks, with a twist.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Tveir ólíkir menn, Arlo, sem keyrir ísbíl, og Tim, sem afgreiðir í matvöruverslun, neyðast til að vinna saman og fara í taugarnar á hvorum öðrum, þegar, í gegnum röð atvika, þeir komast yfir leynilegt efnavopn, sem getur sprungið og leyst úr læðingi geislavirkt ský ef það hitnar úr hófi fram. Fyrrum hermenn og núverandi hryðjuverkamenn vilja komast yfir... Lesa meira

Tveir ólíkir menn, Arlo, sem keyrir ísbíl, og Tim, sem afgreiðir í matvöruverslun, neyðast til að vinna saman og fara í taugarnar á hvorum öðrum, þegar, í gegnum röð atvika, þeir komast yfir leynilegt efnavopn, sem getur sprungið og leyst úr læðingi geislavirkt ský ef það hitnar úr hófi fram. Fyrrum hermenn og núverandi hryðjuverkamenn vilja komast yfir vopnið til að nota það gegn ríkisstjórninni í hefndarskyni fyrir að gera þá að blórabögglum fyrir meðferð þeirra á vírus og fyrir að hafa hylmt yfir tilvist vopnsins. Nú er tíminn orðinn naumur, og það er að hitna í veðri. Arlo og Tim þurfa nú að snúa á þá sem elta þá, og finna leið til að losa sig við vopnið áður en það drepur þá. ... minna

Aðalleikarar


Ekki nógu góð spennumynd því maður verður aldrei spenntur. Vondi gaurinn er svo asnalegur og illa leikinn. Hún reynir og tekst svona sæmilega upp, heldur manni ágætlega við efnið en manni er alveg sama hvað skeður í raun og veru. Eru nokkrir fínir fimm aura brandarar en annað er það ekki og á heildina litið er þetta frekar slöpp mynd en samt leiðist manni ekki, því segi ég ein og hjálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Chill Factor er fyrirtaks keyrsla í anda Speed 1. (Speed 2 var bara hræðileg) Cuba Gooding Jr og Skeet Ulrich standa sig með prýði sem gaurarnir sem fara brjálað í pirrurnar á hvor öðrum en verða að standa saman til að bjarga deginum. Gef myndinni samt aðeins tvær og hálfa stjörnu því þó hún skemmti manni vel er hún horfin úr hausnum strax og ýtt er á stopp og ég hafði það á tilfinningunni að ég hefði séð hana áður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sérlega klisjukennd spennumynd sem rænir úr svo mörgum fyrirrennurum sínum að ég nennti ekki lengur að telja. Það augljósasta er plottið úr Speed - nema hvað að hérna má sprengjan ekki hitna meira en 50°F (10°C); þá brennir hún allt í gífurlegum hita. Skeet Ulrich og Cuba Gooding Jr. leika náungana tvo sem lenda í því að þurfa að koma sprengjunni í réttar hendur eftir að vísindamaður nokkur (David Paymer) deyr á kaffistofunni þar sem þeir eru staddir. Á hælum þeirra er geðsjúkur fyrrum herforingi (Peter Firth) og hálfgert djóknasistagengi hans. Þetta er ekki góð mynd, en samt má hafa gaman af henni. Það eru nokkur góð atriði og alveg með ólíkindum hvað Ulrich og Gooding tekst að kála illmennunum án þess að vera að reyna það. Samt kemst maður ekki hjá því að spá í hvað Cuba Gooding er eiginlega að hugsa. Getur Óskarsverðlaunahafi ekki venjulega valið úr betri hlutverkum en einhverju svona? Hann ætti að reka umboðsmanninn sinn ekki seinna en strax. Í heildina séð er Chill Factor aldrei meira en rétt tæplega í meðallagi.. en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að horfa á hana. Samt betri á vídeói, myndi ég halda. 650-kall er of mikið fyrir mynd á borð við þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er óhætt að segja að söguþráðurinn í Chill Factor minni óneitanlega á spretthlaupið við tíman í Speed-myndunum en í þessu tilfelli er það bæði tími og hiti. Myndin er ekkert meistaraverk en ágæt afþreying. Cuba Gooding Jr. leikur ágætlega en það má segja að þessi mynd hafi ekki verið skref upp á við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn