Aðalleikarar
Leikstjórn
Myndin fjallar um Pertidu Durango(Rosie Perez) og samband hennar við mexíkóska glæpa- og töframanninn Romeo Dolorosa. Hann býður henni með sér á búgarð sinn í Mexíkó þar sem hann framkvæmir særingar fyrir áhorfendur gegn borgun. Þar notar hann mannslík við framkvæmdina. Pertidu finnst þetta ekki alveg nógu spennandi svo hún leggur til að þau ræni manneskju sem hann gæti svo fórnað. Inn á milli vinnur Romeo verkefni fyrir stórglæpamenn. Þegar þau hafa rænt tveimur menntaskólanemum til þess að nota við særingarnar, mistekst atriðið og þau verða að flýja til Las Vegas, þar sem Romeo þarf að ljúka verkefni, með fíknólögguna Woody(James Gandolfini) á eftir sér. Úr þessu verður æsispennandi eltingaleikur. Myndin er full af kynlífi og grófu ofbeldi, en finnst mér því ekki ofgert á þann hátt að skemmi fyrir. Rosie Perez skilar hlutverki sínu afar vel og James Gandolfini á stórleik. Javier Barden en eini leikari myndarinnar sem ekki stendur undir væntingum og á það til að detta úr karakter. Annars er þetta stórgóð mynd og ætti enginn að láta hana framhjá sér fara.
Einstaklega ógeðfelld mynd sem veltir sér upp úr algjörlega tilgangslausu ofbeldi. Eini ljós punkturinn við hana er James Gandolfini sem leikur löggu sem eltist við frekar ógeðfellt par sem leikin eru af Rosie Perez og Javier Barden. Parið sem eru hetjur myndarinnar eru frekar óáhugaverðar og ógeðfelldar persónur.
Þrælgóð spennumynd sem býður upp á allt, ofbeldi og kynlíf. Rosie Peres er virkilega skemmtileg leikkona sem lyftir þessari mynd vel upp. Unnendur spennumynda kíkiði á þessa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Barry Gifford, Jorge Guerricaechevarría
Kostaði
$7.552.917
Tekjur
$2.957.970
Vefsíða:
www.clubcultura.com/clubcine/clubcineastas/delaiglesia/ing/obra_perdita.htm
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. júní 1999
VHS:
23. nóvember 1999