Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Kvikmyndin "Tea with Mussolini" er nýjasta kvikmynd ítalska leikstjórans Francos Zeffirelli sem byggir hana á eigin æskuminningum. Með aðalhlutverkin fara óskarsverðlaunaleikkonurnar Cher, Dame Judi Dench, Dame Maggie Smith og ennfremur leikkonurnar Joan Plowright og Lily Tomlin sem leika breskar og bandarískar konur búsettar á Ítalíu um það leyti sem Mussolini og Hitler eru að ná öllum völdum í heimalöndum sínum. Þegar móðir hins unga Luca deyr og faðir hans neitar að taka ábyrgð á honum er honum komið í fóstur til fyrrverandi ritara föður hans, hinnar ákveðnu Mary sem býr innan um aðra Englendinga í Flórens. Þar elst hann upp í góðu yfirlæti næstu árin og kynnist m.a. vinkonum Mary. Þegar Mussolini tekur að sýna klærnar grípur um sig nokkur ótti á meðal útlendinga í landinu og að því kemur að ein vinkvenna Mary, sendiherrafrúin fyrrverandi Hester, grípur til þess ráðs að bjóða hertoganum í te. Við það tækifæri sannfærir hann hana og vinkonur hennar um að þeim verði ekkert mein gert, hvorki nú né síðar. En þegar stríðið brýst út af fullum krafti kemur annað á daginn. Mary og vinkonur hennar eru fangelsaðar og Luca, sem nú er orðinn táningur, óttast um líf þeirra. Hann ákveður að grípa til sinna ráða til að frelsa þær úr prísundinni en hættir um leið sínu eigin lífi. Vel gerð og eftirminnileg kvikmynd frá Zeffirelli og er hún meistaralega leikin af hinum stórfenglegu og fjölhæfu aðalleikkonum. Ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni við alla hugsandi kvikmyndaáhugamenn. Hún er afar skemmtileg fyrir þá sem vilja eiga góða stund fyrir framan imbakassann og alla þá sem hafa áhuga á úrvalsmyndum
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
John Mortimer, Franco Zeffirelli
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
27. ágúst 1999
VHS:
21. desember 1999