Náðu í appið

The Wrong Man 1956

Fannst ekki á veitum á Íslandi

For the first time Alfred Hitchcock goes to real life for his thrills! It's all true and all suspense - - the all-round biggest Hitchcock hit ever to hit the screen ! Warner Bros. present HENRY FONDA, VERA MILES and the exciting city of New York in Alfred Hitchcock's [The Wrong Man]

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Christopher Emmanuel Balestrero, kallaður Manny af vinum sínum, er kontrabassaleikari, traustur eiginmaður og faðir, og sanntrúaður kaþólikki. Hann fær 85 dollara á viku fyrir að spila í jasshljómsveit á Stork klúbbnum, en það dugar tæplega til að láta enda ná saman. Líf Balestrero fjölskyldunnar verður erfiðara þegar eiginkonan Rose, þarf að fara í... Lesa meira

Christopher Emmanuel Balestrero, kallaður Manny af vinum sínum, er kontrabassaleikari, traustur eiginmaður og faðir, og sanntrúaður kaþólikki. Hann fær 85 dollara á viku fyrir að spila í jasshljómsveit á Stork klúbbnum, en það dugar tæplega til að láta enda ná saman. Líf Balestrero fjölskyldunnar verður erfiðara þegar eiginkonan Rose, þarf að fara í dýra tannaðgerð. Manny ákveður því að reyna að fá lánaða peninga úr lífeyrissjóði Rose, en þegar hann kemur á skrifstofu sjóðsins, þá ber einn af starfsmönnunum kennsl á hann sem manninn sem rændi sjóðinn tvisvar tveimur mánuðum fyrr. Manny vinnur með lögreglunni þar sem hann hefur ekkert að fela. Manny kemst að því að hann er grunaður ekki bara um þessi rán, heldur röð annarra rána líka í þessu sama hverfi, Jackson Heights í New York þar sem þau búa. Því meira sem Manny hjálpar lögreglunni, því sekari virðist lögreglunni hann vera. Með hjálp Frank O´Connor, lögfræðingsins sem þau ráða, þá reyna þau að sanna sakleysi Manny. Burtséð frá því hvort þau ná að sanna sakleysi Manny eða finna raunverulega ræningjann, þá gæti málið allt valdið varanlegum skaða fyrir Balestreros fjölskylduna. ... minna

Aðalleikarar

Hitchcock kynnir.. Raunveruleikann.
Hrikalega vanmetin mynd, líklegast vegna þess hve frábrugðin hún er flestum (vinsælustu) kvikmyndum Alfred Hitchcock's. Ætli hún brjóti ekki aðeins væntingar og endar þar af leiðandi misskilin.
Mér er sagt að þessi mynd sé sannsöguleg, ég veit ekkert um það og ég á alls ekki bágt með að trúa því. Meiningin er að hún gæti þessvegna talist til heimildarmyndar. En það er önnur ástæða fyrir hve öðruvísi þessi mynd er. Aðalpersónurnar eru ekki að lenda í eins svaðalegum ævintýrum. Þvert á móti þá liggur spennan annarsstaðar. Myndin fjallar í stuttu máli um óskup einfaldann og eðlilegann mann, sem að Henry Fonda leikur frábærlega, og hve óheppinn hann er að líkjast öðrum manni. Hljómar eins og eitthvað dularfullt? Nei, ekki stökkva á þá ályktun. Hann á það gott heima fyrir, þ.e. kæra fjölskyldu (m.a. Vera Miles) sem að dregst með honum í gegnum þessa vesæld.
Myndin sýnir hversu skyndilega allt getur glatast og hve auðvelt og ófyrirkallað það getur verið að sökkva í eymd. En eins og Hitchock mynd tekst aðeins svo vel að fullkomna, þá er það ótti og áhyggjur sem að keyra myndina áfram. Einnig þá er hún dimm og drungaleg en umfram allt gríðarlega öflug. Eins og ég hafði tekið fram liggur spennan annarsstaðar og þá aðallega í að komast til botns í þessu máli. Myndin snýst þó ekki eingöngu útá það að byggja upp spennu fyrir loka-atriðið. Það er margt meir að finna, sérstaklega þennan raunveruleika, einfaldlega hve allt virkar eðlilegt. En því meira sem að maður pælir í því þá sér maður að þetta er sönn Hitchcock mynd í alla staði, fyrir utan það að hún er byggð á sannsögulegum atburðum.
Kannski er ekkert að marka mig, ég veit ekki. Vegna þess hve mikla ánægju ég hef af Hitchock kvikmyndum get ég kannski ekki horft nógu hlutleysislega. En ég get þó sagt að sambærilegir aðdáendur ættu vafalaust að sjá "The Wrong Man".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Wrong Man er sannsöguleg mynd sem fjallar um strangheiðarlegan fjölskyldumann (Fonda) sem vinnur fyrir sér með því að spila á bassa í hljómsveit á næturklúbbi en dag einn er hann handtekinn fyrir nokkur rán sem hafa verið framin í hverfinu og vitni bera kennsl á hann og allt bendir til þess að hann sé sekur en hann heldur fram sakleysi sínu en er hann sekur eða er þetta allt stór mistök eins og hann vill halda fram? Ekki skal það látið uppi hér en The Wrong Man er fín blanda af drama og spennu enda sjálfur meistari Hitchcock sem heldur um taumana og sjaldan veldur hann vonbrigðum en The Wrong Man er fín mynd, tónlist Bernard Herrmann er magnþrunginn á köflum og leikararnir standa sig með prýði en semsagt skotheldar 3 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn