Náðu í appið

I Confess 1953

Fannst ekki á veitum á Íslandi

If you knew what he knew -- what would you do?

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 68
/100

Otto Kellar og eiginkona hans Alma eru ráðsmaður og ráðskona í kaþólskri kirkju í Quebec. Þegar Otto einn daginn rænir hús þar sem hann er að vinna við garðyrkju, þá er hann staðinn að verki og drepur eigandann. Otto er sakbitinn vegna illvirkisins og fer nú aftur til kirkjunnar þar sem séra Michael Logan er að vinna frameftir. Otto skriftar og viðurkennir... Lesa meira

Otto Kellar og eiginkona hans Alma eru ráðsmaður og ráðskona í kaþólskri kirkju í Quebec. Þegar Otto einn daginn rænir hús þar sem hann er að vinna við garðyrkju, þá er hann staðinn að verki og drepur eigandann. Otto er sakbitinn vegna illvirkisins og fer nú aftur til kirkjunnar þar sem séra Michael Logan er að vinna frameftir. Otto skriftar og viðurkennir glæpinn fyrir prestinum, en þegar lögreglan byrjar að gruna séra Logan um glæpinn, þá getur hann ekki sagt frá því sem Otto viðurkenndi í skriftarstólnum.... minna

Aðalleikarar


I Confess fjallar um ungan prest sem lendir í þeirri skelfilegu aðstöðu að eitt sóknarbarna hans játar á sig morð í skriftarstólnum og þar sem hann er prestur þá má hann auðvitað ekki greina frá því við lögregluna en brátt verður hann grunaður um morðið vegna tengsla sinna við fórnarlambið og þá verður hann að gera upp við sig hvort hann eigi að segja til morðingjans eða eiga á hættu sjálfur að vera ákærður fyrir morðið og kannski dæmdur sekur! I Confess er kannski ekki með bestu myndum Hitchcock en er samt ágætis mynd og fer vel af stað en nær svo einhvern veginn ekki alveg að standa undir væntingum en nær sér svo aftur á skrið undir lokin en leikhópurinn stendur sig þokkalega með Momtgomery Clift sem presturinn ungi og Karl Malden, þessi með kartöflunefið, sem rannsóknarlögreglumaðurinn sem er sannfærður um að presturinn sé sekur en svo fléttast inn í þetta smá ástaraga þar sem Anne Baxter kemur við sögu en í heildina litið er hér ágætismynd á ferð með prýðistónlist eftir Dimitri Tiomkin, góðri myndatöku og traustri leikstjórn Hitchcock.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn