Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
I Confess fjallar um ungan prest sem lendir í þeirri skelfilegu aðstöðu að eitt sóknarbarna hans játar á sig morð í skriftarstólnum og þar sem hann er prestur þá má hann auðvitað ekki greina frá því við lögregluna en brátt verður hann grunaður um morðið vegna tengsla sinna við fórnarlambið og þá verður hann að gera upp við sig hvort hann eigi að segja til morðingjans eða eiga á hættu sjálfur að vera ákærður fyrir morðið og kannski dæmdur sekur! I Confess er kannski ekki með bestu myndum Hitchcock en er samt ágætis mynd og fer vel af stað en nær svo einhvern veginn ekki alveg að standa undir væntingum en nær sér svo aftur á skrið undir lokin en leikhópurinn stendur sig þokkalega með Momtgomery Clift sem presturinn ungi og Karl Malden, þessi með kartöflunefið, sem rannsóknarlögreglumaðurinn sem er sannfærður um að presturinn sé sekur en svo fléttast inn í þetta smá ástaraga þar sem Anne Baxter kemur við sögu en í heildina litið er hér ágætismynd á ferð með prýðistónlist eftir Dimitri Tiomkin, góðri myndatöku og traustri leikstjórn Hitchcock.