Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Rope er tvímælalaust ein athyglisverðasta mynd Hitchcock enda gerist hún öll í sömu íbúðinni og kvikmyndatakan er mjög sérstök enda er myndin öll tekin í löngum óklipptum tökum sem reynir mikið á leikarana enda líður manni eins og maður sé að horfa á leikrit frekar en kvikmynd en í stuttu máli þá fjallar Rope um tvo skólafélaga(John Dall og Farley Granger) sem myrða félaga sinn sér til skemmtunar, fela líkið í kistu sem þeir nota sem borð undir veitingar í veislu þar sem unnusta og faðir þess látna eru meðal gesta en brátt fer fyrrum kennari(James Stewart) þeirra félaga að gruna að ekki sé allt með felldu hjá þeim félögum og fer að kanna málið betur. Hér gengur allt upp, frábært handrit og kvikmyndataka, fínn leikhópur og traust leikstjórn meistarans og þess má geta að það er nánast engin tónlist í myndinni og ég tel að það geri hana einfaldlea enn betri fyrir vikið.
Hrein og klár gargandi snilld. Ein best skrifaða mynd sem undirritaður hefur séð og James Stewart í síns eigin essi. Alger skylduáhorfun fyrir siðmenntað fólk sem og annað fólk. Takið einnig eftir myndatöku og klippleysi eins og fyrri dómur bendir á, auk þess sem myndin stenst tímans tönn einna best allra Hitchcock-mynda.