Rope
Öllum leyfð
DramaSpennutryllirGlæpamynd

Rope 1948

It Begins With a Shriek... It Ends With a Shot!

8.0 114,960 atkv.Rotten tomatoes einkunn 93% Critics 8/10
80 MÍN

Tveir ungir menn, Brandon og Philip, deila íbúð í New York. Þeir telja sig vera yfir vin sinn David Kentley hafnir hvað vitsmuni snertir, og í beinu framhaldi af því þá ákveða þeir að myrða hann. Þeir kyrkja hann með reipi og fela líkið í gamalli kistu, og halda síðan veislu. Gestirnir eru m.a. faðir David, kærasta hans Janet, og gamli kennarinn þeirra... Lesa meira

Tveir ungir menn, Brandon og Philip, deila íbúð í New York. Þeir telja sig vera yfir vin sinn David Kentley hafnir hvað vitsmuni snertir, og í beinu framhaldi af því þá ákveða þeir að myrða hann. Þeir kyrkja hann með reipi og fela líkið í gamalli kistu, og halda síðan veislu. Gestirnir eru m.a. faðir David, kærasta hans Janet, og gamli kennarinn þeirra Rupert, sem þeir telja vera jafningja sinn á vitsmunasviðinu, og hafði sagt opinberlega einhverntímann að morð væri hægt að réttlæta í ákveðnum aðstæðum. Eftir því sem Brandon verður djarfari, vex grunur Rupert.... minna

Aðalleikarar

James Stewart

Rupert Cadell

John Dall

Brandon Shaw

Farley Granger

Phillip Morgan

Constance Collier

Mrs. Anita Atwater

Douglas Dick

Kenneth Lawrence

Edith Evanson

Mrs. Wilson

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Rope er tvímælalaust ein athyglisverðasta mynd Hitchcock enda gerist hún öll í sömu íbúðinni og kvikmyndatakan er mjög sérstök enda er myndin öll tekin í löngum óklipptum tökum sem reynir mikið á leikarana enda líður manni eins og maður sé að horfa á leikrit frekar en kvikmynd en í stuttu máli þá fjallar Rope um tvo skólafélaga(John Dall og Farley Granger) sem myrða félaga sinn sér til skemmtunar, fela líkið í kistu sem þeir nota sem borð undir veitingar í veislu þar sem unnusta og faðir þess látna eru meðal gesta en brátt fer fyrrum kennari(James Stewart) þeirra félaga að gruna að ekki sé allt með felldu hjá þeim félögum og fer að kanna málið betur. Hér gengur allt upp, frábært handrit og kvikmyndataka, fínn leikhópur og traust leikstjórn meistarans og þess má geta að það er nánast engin tónlist í myndinni og ég tel að það geri hana einfaldlea enn betri fyrir vikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hrein og klár gargandi snilld. Ein best skrifaða mynd sem undirritaður hefur séð og James Stewart í síns eigin essi. Alger skylduáhorfun fyrir siðmenntað fólk sem og annað fólk. Takið einnig eftir myndatöku og klippleysi eins og fyrri dómur bendir á, auk þess sem myndin stenst tímans tönn einna best allra Hitchcock-mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn