Náðu í appið

Foreign Correspondent 1940

MYSTERY IN WHISPERS that cracks like THUNDER!

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 89
/100

Ritstjóri the New York Morning Globe, Hr. Powers, er kominn með nóg af því hvað fréttamenn hans í Evrópu senda honum lélegt efni. Hann sendir því glæpafréttamann sinn, John Jones, til London til að skoða hvað gengur á í raun og veru, nú þegar stríð er á næsta leiti. Jones er sagt að hafa samband við hinn þekkta diplómat Van Meer, sem er hluti af samningateymi... Lesa meira

Ritstjóri the New York Morning Globe, Hr. Powers, er kominn með nóg af því hvað fréttamenn hans í Evrópu senda honum lélegt efni. Hann sendir því glæpafréttamann sinn, John Jones, til London til að skoða hvað gengur á í raun og veru, nú þegar stríð er á næsta leiti. Jones er sagt að hafa samband við hinn þekkta diplómat Van Meer, sem er hluti af samningateymi sem gæti haft bein áhrif á það hvort að stríð brýst út eða ekki. Jones hittir Van Meer og einnig Stephen Fisher, leiðtoga friðarhreyfingarinnar, og einnig hina aðlaðandi dóttur Fisher, Carol. Þegar Van Meer er ráðinn af dögum fyrir augunum á Jones, þá eltir Jones byssumanninn og uppgötvar að búið er að ræna hinum raunverulega Van Meer og honum er haldið föngnum af njósnara Nasista. Jones reynir að komast að því hvað gengur á, og það hitnar í kolunum í flugvél á leið heim yfir Atlantshafið. ... minna

Aðalleikarar


Einhverra hluta vegna virðist Foreign Correspondent oft gleymast þegar menn eru að telja upp bestu myndir meistara Hitchcock því hún á svo sannarlega skilið að vera í hóp með myndum eins og Psycho, North by Northwest, Vertigo og Rear Window svo nokkrar séu nefndar en í stuttu máli þá fjallar Foreign Correspondent um ungan blaðamann(Joel McCrea) sem sendur er til Evrópu skömmu áður en seinni heimsstyrjöldinn skellur á árið 1939 og verkefni hans er að afla frétta af ástandinu í Evrópu og fljótlega dregst hann inn í undarlega atburðarás þar sem líf hans er í hættu. Mörg ógleymanleg atriði undir öryggri leikstjórn meistarans einkenna þessa mynd ásamt góðu handriti og fínum leikhóp og gef ég þessari hæstu einkunn!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.02.2014

Lagfæra klassískar kvikmyndir

Það eru fá fyrirtæki sem helga vinnu sína við klassískar kvikmyndir líkt og Criterion Collection. Síðan snemma á 9. áratugnum hefur Criterion endurútgefið hundruði klassískra kvikmynda sem þeir hafa lagfært. Fyrir hverja kvikmynd se...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn