Náðu í appið

Shadow of a Doubt 1943

A Blast of DRAMATIC Dynamite exploded right before your eyes!

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 94
/100

Charlotte "Charlie" Newton er orðin leið á rólegu og viðburðalitlu lífi sínu heima hjá foreldrum sínum og yngri systur. Hún vonar að eitthvað spennandi gerist og veit nákvæmlega hvað vantar: heimsókn frá hinum veraldarvana frænda Charlie Oakley, yngri bróður móður hennar. Hún verður því himinlifandi þegar skeyti berst frá Charlie þar sem hann segist... Lesa meira

Charlotte "Charlie" Newton er orðin leið á rólegu og viðburðalitlu lífi sínu heima hjá foreldrum sínum og yngri systur. Hún vonar að eitthvað spennandi gerist og veit nákvæmlega hvað vantar: heimsókn frá hinum veraldarvana frænda Charlie Oakley, yngri bróður móður hennar. Hún verður því himinlifandi þegar skeyti berst frá Charlie þar sem hann segist vera á leið í heimsókn. Charlie vekur athygli og heillar dömurnar, sem og bankastjórann þar sem mágur hans vinnur. Hin unga Charlie byrjar að taka eftir undarlegri hegðun hjá honum, eins og að klippa út blaðagrein um mann sem giftist og síðan myrðir ríkar ekkjur. Þegar tveir ókunnugir menn spyrja spurninga um hann, þá fer hún að ímynda sér allt hið versta um sinn heittelskaða Charlie frænda.... minna

Aðalleikarar

Æðisleg mynd frá meistara spennunar
Af þeim myndum sem ég hef séð frá Alfred Hithcock er engin af þeim léleg, ekki einu sinni miðjumoð. Fyrir mér eru fáar myndir yfir höfuð sem toppa hans besta mynd, Psycho, en Shadow of a Doubt er ekki langt frá því. Jafnvel þótt að myndin er ekki nærri því eins áhrifamikil og Psycho hefur verið, þá hefur myndin flest allt til að verða að meistaraverki. Frábær leikur, æðislegt handrit, drullugóð spenna, leikstjórn hjá Hitchcock (sem er nær alltaf mjög góð) og gott flæði.

Leikurinn í Shadow of a Doubt er mjög öflugur, sérstaklega hjá Teresa Wright og Joseph Cotten. Teresa Wright heldur myndinni vel uppi og það er eitthvað með brosið hennar sem er bæði rosalega náttúrulegt og heillandi. Þegar hún fréttir að karakterinn sem Cotten leikur (frændi hennar) er að koma í heimsókn þarf maður ekki að sjá neitt meira en andlitið á henni til að sjá nákvæmlega hvernig henni líður við aðstæðurnar. Frábær frammistaða. Cotten er ekkert verri en Wright og nær að vera bæði mjög ógnandi og heillandi og stundum á sama tíma. Hann hefur kurteisina og útlitið til að fá mann til að gruna hann ekki um að vera að fela eitthvað. Aðrir leikarar á borð við Macdonald Carey, Henry Travers og Patricia Collinge standa sig líka mjög vel.

Það gerir þessa mynd jafngóða og bestu myndir Hitchcock er að handritið er það besta sem ég hef séð með honum. Það er oft mjög þétt og vel skrifað, eins og til dæmis atriðið þegar Cotten talar um hversu ómennskar ekkjur eru. Handritið er líka oft fyndið, sérstaklega þegar Henry Travers er að tala við vin sinn um hvernig þeir mundu drepa hvorn annan, en þeir gerir þetta víst til að róa sig. Það, og hversu rólegir þeir eru þegar þeir tala um þetta, lætur mig alltaf hlæja.

Spennan er eins og alltaf mjög góð í myndinni. Það er eitt afhjúpunaratriði í myndinni sem nær að hafa góða spennu, jafnvel þótt að eingöngu sé notað tónlist og blaðagrein. Hitchcock nær að halda spennunni án þess að hún dafni í mjög stórum hluta myndarinnar. Jafnvel í samtalsstýrðum atriðum nær hann að hafa rosalega góða spennu á milli leikaranna. Hitchcock sagði oft að þetta væri hans uppáhalds bandaríska mynd af þeim sem hann leikstýrði og það sést, í sköpun karakteranna, spennu og leikstjórn.

Myndin tekur ekki eins margar áhættur eins og nokkrar aðrar myndir frá Hitchcock en hún þarf þess ekki. Hún gerir mjög vel það sem hún hefur og ólíkt mörgum myndum frá honum, þá var það ekki byggt á bók, heldur frumsamið fyrir myndina.

Myndin sýnir hvað maður gerir til þess að verja fjölskyldu sína og hversu erfitt er fyrir mann að trúa einhverju sem ættingi manns hefur gert. Hún hefur athyglisverðan bakgrunn og góða karaktera. Næst-besta myndin sem ég hef séð frá leikstjóranum. Ef þú ert Hitchcock aðdáðandi, þá skaltu skoða þessa.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.09.2012

Kidman hýsir morðingja í nýrri stiklu

Árið 2013 virðist bera með sér öldu af erlendum leikstjórum sem hafa fengið stærra fjármagn en áður til að vonandi krydda upp á úrvalið í svokallaðari "mainstream-"kvikmyndagerð. Skapari Amélie, Jean-Pierre Jeunet, ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn