Náðu í appið
Öllum leyfð

Blackmail 1929

Fannst ekki á veitum á Íslandi

See and Hear It - Our Mother Tongue As It Should Be Spoken

84 MÍNEnska

Alice White er dóttir búðareiganda á þriðja áratug síðustu aldar í London. Kærasti hennar, Frank Webber, er rannsóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard sem virðist hafa meiri áhuga á vinnunni en kærustunni. Frank fer með Alice út á lífið, en hún var í leyni búin að ákveða að hitta annan mann, listamann, og ákveður síðar um kvöldið að hitta hann... Lesa meira

Alice White er dóttir búðareiganda á þriðja áratug síðustu aldar í London. Kærasti hennar, Frank Webber, er rannsóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard sem virðist hafa meiri áhuga á vinnunni en kærustunni. Frank fer með Alice út á lífið, en hún var í leyni búin að ákveða að hitta annan mann, listamann, og ákveður síðar um kvöldið að hitta hann og fer með honum heim í íbúðina hans til að sjá vinnustofuna hans. Maðurinn er með aðrar hugmyndir og reynir að nauðga henni, en hún ver sig og drepur hann með brauðhnífnum og reynir svo að hylma yfir verksummerki. Þegar lík hans finnst, þá fær Frank málið til rannsóknar, og hann er fljótur að sjá að Alice er morðinginn, en hann er ekki einn um það og nú er fjárkúgun hótað.... minna

Aðalleikarar


Blackmail fjallar í stuttu máli um unga konu sem af slysni og í sjálfsvörn drepur mann sem reynir að naugða henni og unnusti hennar sem er rannsóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard reynir að hylma yfir glæpinn en dularfullur maður sem býr yfir vitneskju um staðreyndir málsins ætlar að nýta sér þekkingu sína og græða á öllu saman en það fer öðruvísi en ætlað var í fyrstu. Þessi fyrsta talmynd meistarans og jafnframt fyrsta Breska talmyndin kemur nokkuð á óvart og greinilegt að meistarinn hefur snemma á ferlinum mótað sinn sérstaka frásagnarstíl auk þess sem hann skítur upp kollinum að venju og er óvenju lengi í mynd að þessu sinni enda ungur og myndarlegur en Blackmail er áhugaverð fyrir marga hluta sakir þótt hún standi bestu myndum meistarans töluvert langt að baki enda gerði maðurinn óvenju margar stórfenglegar myndir á glæstum ferli en Blackmail er vel þess virði að skoða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn