Last and First Men
2020
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 22. janúar 2021
70 MÍNEnska
100% Critics 80
/100 Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar, Last and First Men var frumsýnd á Berlínarhátíðinni 2020 og vakti mikla athygli, enda var Jóhann gríðarlega virt tónskáld sem hér var að stíga sín fyrstu skref á bak við myndvélina. Stórleikkonan Tilda Swinton er sögumaður og leiðir áhorfendur í gegnum undraheiminn sem Jóhann skapaði. Í framtíðinni eftir tvo milljarða... Lesa meira
Heimildamynd Jóhanns Jóhannssonar, Last and First Men var frumsýnd á Berlínarhátíðinni 2020 og vakti mikla athygli, enda var Jóhann gríðarlega virt tónskáld sem hér var að stíga sín fyrstu skref á bak við myndvélina. Stórleikkonan Tilda Swinton er sögumaður og leiðir áhorfendur í gegnum undraheiminn sem Jóhann skapaði. Í framtíðinni eftir tvo milljarða ára stendur mannkynið frammi fyrir yfirvofandi útrýmingu. Stakir og súrrealískir minnisvarðar eru nánast það eina sem stendur eftir og varpa skilaboðum sínum inn í öræfin. Í myndinni flökkum við um svæði í niðurníðslu þar sem sorglegir atburðir hafa gerst – staðir hlaðnir táknrænni merkingu. Í gegnum myndina skynjum við nærveru, einhverskonar vitund sem er að reyna að hafa samband við okkur.... minna