Náðu í appið

Sumarlok 2014

(End of Summer)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. febrúar 2016

29 MÍN

SUMARLOK er tilraunakennd stuttmynd eftir íslenska tónskáldið og Golden Globe verðlaunahafann Jóhann Jóhannson. Myndin er dáleiðandi og lágstemmdur könnunarleiðangur um berangurslegt landslag eyjunnar Suður Georgíu og Suðurskautlandsins undir sumarlok. Myndin er skotin á svarthvíta súper 8 filmu og samanstendur af mestu leyti af kyrrstæðum römmum sem teknir... Lesa meira

SUMARLOK er tilraunakennd stuttmynd eftir íslenska tónskáldið og Golden Globe verðlaunahafann Jóhann Jóhannson. Myndin er dáleiðandi og lágstemmdur könnunarleiðangur um berangurslegt landslag eyjunnar Suður Georgíu og Suðurskautlandsins undir sumarlok. Myndin er skotin á svarthvíta súper 8 filmu og samanstendur af mestu leyti af kyrrstæðum römmum sem teknir voru upp yfir tuttugu daga tímabil þar sem hinir löngu sumardagar í Suðurskautinu taka að styttast. Jóhann byggði myndina á heimspekilegri kenningu Timothy Morton um „myrka vistfræði“, þar sem gamlar hugmyndir um náttúruna sem viðfang fegurðar og forréttinda fyrir mannskepnuna eru véfengdar. Seiðmögnuð kvikmyndatónlist Jóhanns spilar lykilhlutverk í myndinni en hún er samsetning vettvangshljóða sem hann safnaði í kvikmyndatökuferlinu, sellótóna og radda. Án sögumannsraddar reiðir þessi hrífandi framúrstefnumynd sig á sláandi myndskeið og tónlist við kortlagningu á landslagi þessa viðkvæma svæðis.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn