Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ein af allra bestu kvikmyndum snillingsins Woody Allen er tvítug á þessu ári og er enn jafngóð sem fyrr. Hér er sögð saga af grínhöfundinum Isaac Davis í New York sem á í sambandi við þrjár konur í einu. Tracy, hina ungu, Mary, sem passar honum betur og Jill sem er gallhörð eiginkona. Manhattan sameinar alla aðalkosti Woody Allens sem kvikmyndagerðarmanns í elskulega kómískri úttekt á kvennamálum söguhetjunnar. Hún er glæsilega tekin í svart-hvítu af Gordon Willis og rétta andrúmsloftið kórónað eins og svo oft áður með tónlist snillingsins George Gershwin. Að Annie Hall frátaldri er Manhattan besta kvikmynd Allens. Svo einfalt er það. Allen fer á kostum í hlutverki Davis og þær stöllur Diane Keaton, Meryl Streep og Mariel Hemingway fara stórkostlega vel með hlutverk ástkvenna hans. Ómótstæðileg og yndisleg kvikmynd sem fær fjórar stjörnur, hvorki meira né minna.