200 Cigarettes
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Í myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndRómantískDrama

200 Cigarettes 1999

(200 Sígarettur)

Frumsýnd: 28. maí 1999

It's 11:59 on New Year's Eve. Do you know where your date is?

5.9 14,102 atkv.Rotten tomatoes einkunn 29% Critics 6/10
101 MÍN

Það er gamlárskvöld árið 1981 á Lower East Side í New York. Monika er með partý, en enginn er mættur kl. 9 um kvöldið. Hún er frekar óhress með þetta og fær sér í glas. Fólkið er á leiðinni, og allir eru að leita að ást, kynlífi eða hvorutveggja. Myndin segir frá 12 rúmlega tuttugu ára gömlu fólki sem er á leið í gamlársdagspartý á sama tíma... Lesa meira

Það er gamlárskvöld árið 1981 á Lower East Side í New York. Monika er með partý, en enginn er mættur kl. 9 um kvöldið. Hún er frekar óhress með þetta og fær sér í glas. Fólkið er á leiðinni, og allir eru að leita að ást, kynlífi eða hvorutveggja. Myndin segir frá 12 rúmlega tuttugu ára gömlu fólki sem er á leið í gamlársdagspartý á sama tíma og það glímir við margvísleg vandamál. Kevin hlakkar ekki til nýársins þar sem kærastan Ellie er búin að segja honum upp. Þannig að hin hressa Lucy, hvetur Kevin til að skemmta sér með henni. Monica er taugaveiklaði gestgjafinn, og kvíðir því að enginn komi í partýið á sama tíma og hún þarf að eiga við vinkonu sína Hillary og írska listamanninn og fyrrum kærasta hennar, Eric. Hinum megin í bænum eru Stephie og Val á þvælingi um SoHo eftir að hafa villst á leið í partýið og enda í pönk-rokk klúbb þar sem þau hitta tvo pönkara að nafni Tom og Dave. Á sama tíma fer Cindy, sem er barnaleg og einföld, á stefnumót með Jack, sem hún hitti fyrst kvöldið áður, en hann er ekki mikið gefinn fyrir að langtíma sambönd og felur sig fyrir stelpum sem hann hefur verið með. Og tvær af fyrri kærustum Eric, Kaitlyn og Bridget, leita að mönnum til að vera með um kvöldið og daðra við barþjón í hverfinu og diskó leigubílstjóra sem birtist af og til.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn