Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Leikarar og tökulið voru flutt frá Kanaríeyjum í nóvember árið 2019 þegar gamlar sprengjuleifar frá æfingasvæði hersins fundust. Angelina Jolie og Richard Madden voru á staðnum þegar þetta gerðist og voru flutt á brott.
Gemma Chan átti ekki von á að leika aftur í Marvel mynd eftir að hafa leikið Minn-Erva í Captain Marvel árið 2019, eða þar til Kevin Feige ræddi við hana þegar hún var að kynna Crazy Rich Asians ( 2018 ) um að leika nýja persónu í einhverri mynd í framtíðinni. Sú persóna er Sersi í The Eternals.
The Eternals er önnur Marvel myndin með tónlist eftir Ramin Djawadi. Hin er Iron Man frá árinu 2008.
Makkari, sem leikin er af heyrnarlausu leikkonunni Lauren Ridloff, er fyrsta heyrnarlausa Marvel ofurhetjan.
Til að búa sig undir hlutverk Kingo fór Kumail Nanjiani á strangt lágkolvetnamataræði og æfingaprógramm með Grant Roberts, einkaþjálfara og fyrrum Hr. Kanada.
Nanjiani æfði fimm daga vikunnar í þrjá mánuði í Granite Gym í Beverly Hills en markmiðið var að bæta á sig 10 kg. af vöðvum.
Í Marvel teiknimyndasögunum eru Ajak, Makkari og Sprite karlkyns. Í kvikmyndinni eru persónurnar kvenkyns.
Kit Harington og Richard Madden (Harington og Madden léku Jon Snow og Robb Stark í Game of Thrones) eru Game of Thrones leikarar númer átta og níu til að leika í Marvel myndum. Aðrir eru Hannah John-Kamen í Ant-Man and the Wasp (2018), Finn Jones og Jessica Henwick í Iron Fist (2017), Iwan Rheon í Inhumans (2017), Peter Dinklage í Avengers: Infinity War (2018), og Natalie Dormer og David Bradley í Captain America: The First Avenger (2011).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jack Kirby, Matthew K. Firpo, Ryan Firpo
Kostaði
$200.000.000
Tekjur
$402.064.899
Vefsíða:
www.facebook.com/officialeternals
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
5. nóvember 2021