Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Paul Newman er hreint rafmagnaður í einu af sínum allra frægustu og bestu hlutverkum sem ballskákarsnillingurinn og bragðarefurinn Eddie Felson sem fæst við stóra karla og litla á borðinu en fær annað sjónarhorn á hlutunum þegar hann verður ástfanginn. Aukaleikaraliðið er með afbrigðum gott með Jackie Gleason í óskarsverðlaunahlutverki og það gustar af George C. Scott og Piper Laurie í sínum hlutverkum. Niðurdregið melódrama en einkar áhrifamikið með stórgóðum ballskákarsenum í sérlega mögnuðu andrúmslofti ballskákarsalanna. Framhaldið kom rúmlega tveim áratugum seinna í myndinni The Color of Money með Newman í sama hlutverki að ala upp nýjan snilling leikinn af Tom Cruise. Ég gef þessari stórgóðu kvikmynd tvímælalaust fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við þá sem hafa gaman af klassískum, pottþéttum og ógleymanlegum stórmyndum