Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Birds 1963

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Suspense and shock beyond anything you have seen or imagined!

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 90
/100

Melanie Daniels er rík og hluti af elítunni, og fær alltaf allt sem hún vill. Þegar lögfræðingurinn Mitch Brenner sér hana í gæludýrabúð, þá ákveður hann að gabba hana aðeins, og hún ákveður að svara honum í sömu mynt. Hún ekur um klukkutíma leið norður af San Fransisco til Bodega Bay, þar sem Mitch eyðir helginni með móður sinni Lydia og yngri... Lesa meira

Melanie Daniels er rík og hluti af elítunni, og fær alltaf allt sem hún vill. Þegar lögfræðingurinn Mitch Brenner sér hana í gæludýrabúð, þá ákveður hann að gabba hana aðeins, og hún ákveður að svara honum í sömu mynt. Hún ekur um klukkutíma leið norður af San Fransisco til Bodega Bay, þar sem Mitch eyðir helginni með móður sinni Lydia og yngri systur sinni Cathy. Fljótlega eftir komu hans, þá byrju fuglarnir á svæðinu að haga sér undarlega. Mávur ræðst á Melanie þegar hún er á leið yfir flóann í litlum bát, og svo, finnur Lydia nágranna sinn látinn, greinilega fórnarlamb fuglaárásar. Fljótlega þá eru fuglar í hundruða og þúsundatali farnir að ráðast á alla sem þeir finna utandyra. Engin skýring finnst á þessu, og fuglarnir halda áfram skæðum árásum sínum. ... minna

Aðalleikarar


Hin ríka og fallega Melanie Daniels(Hedren) er einu sinni stödd í fuglabúð og hittir lögfræðingin Mitch Brenner(Taylor) en þau hittumst (síðast) fyrir rétti þar sem að Melanie var kærð fyrir að brjóta rúðu. Allt í einu man hún eftir honum og daginn eftir fer hún með fugla til hans en hann er staddur á eyjunni Bodega. Svo að hún keyrir alla leið þangað til að gefa honum fuglana. Þegar hún er komin þá ræðst á hana mávur. Og svo aftur um kvöldið rekst dauður fugl í hurðina á gestiheimilinu hennar. Þetta er bara byrjun á Hræðilegri fugla plágu sem ræðst á smá bæinn......

Alfred Hitchcok kemur enn og aftur með magnaðann thriller en í staðinn fyrir venjulegann morðingja notar hann fugla.

Hitchcock er klassík en samt hálf vanmetin mynd. Hún er ekki á topp lista imdb ásamt öðrum verkum Hitchcocks og er sjaldan á lista yfir hans bestu myndir.

Tippi Hedren(móðir Melanie Griffith) leikur aðalhlutverkið og er mín uppáhalds Hithcock blondína og stendur sig vel. Rod Taylor fór í rosalega í taugarnar á mér. Veronica Cartwright(Invasion of the body snathers 1978) fór morðóðslega í taugarnar á mér sem systir Mitch og leikur hennar var Skelfilegur. Jessica Tandy var skárri var svo sem ekkert slæm í hlutverki móðir Mitch en fór samt í taugarnar á mér.

Suzanne Pleshette var ágæt í sínu hlutverki.

Handritið var mjög gott. Hugmyndin frábær og sagan sömuleiðis.

Myndin var mjög spennandi og eitt atriði þar sem fuglar ráðast á skólabörn mjög óhuggulegt.

Leikstjórn Hitchcocks var auðvitað mörgnuð og myndin var frábærlega gerð. Hvernig gat hann gert svona mynd 1963? Það er spurning. Sjáið þessa áður en Michael Bay endurgerir hana(ég er ekki að grínast, í alvöru!!!!!) því að þessi er algjör klassík.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er, eins og Psycho, mjög mikil snilld!


Allir fuglar heimsins,að einhverjum ástæðum, ruglast og fara að drepa alla. Svo einfalt er það!


Þetta er svona ekta Murder and Mayhem mynd sem allir ættu að hafa séð!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd fyrir svona ári síðan og það var fyrsta myndinn sem ég sá eftir Alfred Hitchcock. Ég hef séð tvær myndir eftir hann Alfred Hitchcock þær eru The Birds og Psycho. Að mínu mati finst mér Psycho aðeins betri útaf hún er meira spennandi en The Birds. Alfred Hitchcock er sannkallaður meistari kvikmyndana, hann hefur gert frægar myndir eins og Psycho,Rear Window,The Birds,Vertigo,North by Northwest og miklu fleiri. Ég þarf að fara að sjá allar þessar frægu myndir hans á næstunni. Fyrsta mynd sem Hitchcock leikstýrði var The Pleasure Garden og hún kom út árið 1925, síðasta myndin hans var The Family Plot og hún kom út árið 1976. Aðalhlutverkin í myndinni eru Rod Taylor og Jessica Tandy. Myndin fjallar um konu(Jessica Tandy) sem fer frá San Fransisco til einhvers smábæjar, og hittir þar mann(Rod Taylor) og skindilega verða fuglarnir brjálaðir og fara að ráðast á alla. Þessi mynd er algjör snilld og ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá Birds þegar ég var smápjakkur og þorði ekki út í einhverja daga og þegar ég loks fór út voru augun föst við himininn.Þannig voru áhrifin þegar ég var yngri.Ég horfði á hana um daginn í 50 og eitthvað sinn og hún hefur alltaf áhrif,kannski ekki eins ofsadrifin en samt nógu mikill.Það eru ekki nema svona 3 ár síðan ég komst að því að notaðir voru eingöngu alvöru fuglar í myndinni nema þegar þeir voru látnir crasha á eitthvað.En það er allt gott við þessa mynd,leikurinn fínn,spennan skemmtilega byggð upp og endirinn einn sá flottasti.Ég hef ekki séð neina aðra mynd eftir Hitchcock og ætti ég að skammast mín fyrir það því úr nógu er að velja en þessi er ein af flottustu myndum all time.

Fjórar stjörnur on the rocks.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.03.2024

Rústa táknmyndum æskunnar

Hrollvekjan Imaginary, sem komin er í bíó hér á Íslandi, fjallar um sakleysið sem felst í því að eiga ímyndaða vini, ímyndunarafl barna og tuskubangsann Chaunsey, sem breytist skyndilega úr saklausu leikfangi í eitthvað ...

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn