Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Lion in Winter 1968

The most significant reserved seat attraction of the year!

134 MÍNEnska

Árið er 1183 og Henry II og Elenour hitta þrjá eftirlifandi syni sína á jólunum til að ákveða hver þeirra eigi að taka við konungdæminu eftir dauða Henry. Hver sonur hefur einhvern galla sem gerir ákvörðunina erfiða.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Stórfengleg og hreint mögnuð kvikmyndagerð á sviðsleikriti James Goldmans um eftirminnilegar deilur konungshjónanna Hinriks II. Englandskonungs og Eleanoru drottningar af Aquitaine á 16. öld. Einkar minnisstætt kvikmyndastórvirki sakir kjarnmikils handrits, góðrar leikstjórnar og afburðaleiks aðalleikaranna. Sagan gerist á jólum er konungsfjölskyldan hittist og fjallar myndin um deilur sem rísa innan fjölskyldunnar er konungshjónin vilja ákveða hver af þremur eftirlifandi sonum þeirra skuli taka við konungdómi við fráfall konungsins. Allir vilja þeir hljóta hnossið og færa synirnir rök fyrir því hver þeirra skuli taka við þjóðhöfðingjatign föður síns. Að því leiðir að konungshjónin verða ósátt sín á milli um hver sonanna skuli hreppa hásætið og hefja innbyrðisdeilur um hver ákvörðunin og leiðir það til heljarátaka þeirra yfir jólahátíðina. Konungshjónin hafa eytt starfsævi sinni og lífsþreki til að halda völdum og ætla ekki að láta innbyrðis deilur sín á milli eyðileggja áhrif sín og völd og berjast því til síðasta blóðdropa fyrir sínu konungsefninu sem þau vilja af sonunum. Spurningin er því sú hver hreppir konungdóminn og helst friðurinn til fjölskyldunnar eftir valdataflið. Meistaralega leikin kvikmynd, einkum af óskarsverðlaunaleikkonunni Katharine Hepburn sem hlaut sinn þriðja óskar af fjórum sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir stórfenglegan leik sinn í þessari mynd sem Eleanor drottning af Aquitaine og skapar eftirminnilega og heilsteypta persónu sem er ekki tilbúin til að láta undan gegn eiginmanni sínum, sjálfum konunginum. Peter O´Toole er einnig afar góður í hlutverki Hinriks II. Englandskonungs. Óskarsverðlaunaleikarinn Anthony Hopkins er hér í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki sem sonur þeirra Ríkharður prins. Timothy Dalton (síðar James Bond) er hér einnig í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki sem annar sonur þeirra Philip II. Kvikmyndin hlaut fjögur óskarsverðlaun 1968 (fyrir leik Hepburn, fyrrnefnt handrit James Goldmans, fyrir búningahönnun og kvikmyndatöku. Þetta er hiklaust ein af bestu kvikmyndunum sem gerðar hafa verið um dramatísk og eftirminnileg sagnfræðileg átök á miðöldum. Ég gef "Lion in the Winter" hiklaust fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni við þá sem hafa gaman af sagnfræðilegum meistaraverkum kvikmyndasögunnar. "The Lion in the Winter" er afbragðsdæmi um vel leikið meistaraverk byggt á úrvalsgóðu handriti sagnfræðilegra atburða. Alls ekki missa af þessu kvikmyndastórvirki!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn