Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

The Adventures of Baron Munchausen 1988

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Remarkable. Unbelievable. Impossible. And true

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Á síðari hluta átjándu aldarinnar, þá herjar tyrkneskur her á evrópskan bæ. Á sama tíma þá er leikhópur Henry Saltis með leiksýningu í bænum á Ævintýrum Barón Munchausen. Skyndilega þá truflar einn maður sýninguna og segist vera Hieronymus Karl Frederick Baron von Munchausen og segir að árás Tyrkjanna sé sér að kenna. Baróninn segir frá því þegar... Lesa meira

Á síðari hluta átjándu aldarinnar, þá herjar tyrkneskur her á evrópskan bæ. Á sama tíma þá er leikhópur Henry Saltis með leiksýningu í bænum á Ævintýrum Barón Munchausen. Skyndilega þá truflar einn maður sýninguna og segist vera Hieronymus Karl Frederick Baron von Munchausen og segir að árás Tyrkjanna sé sér að kenna. Baróninn segir frá því þegar hann vann veðmál við soldáninn með fulltingi hæfileikaríkra þjóna sinna þeirra Berthold, Adolphus, Albrecht og Gustavus, og vann af honum fjársjóði hans. Hann býðst til að hjálpa bæjarbúum að berjast við Tyrkina og smíðar loftbelg til að leita að þjónunum sem eru týndir. Á ferð sinni þá finnur hann stúlkuna Sally þar sem hún faldi sig í loftbelgnum og þau ferðast til tunglsins, þar sem þau hitta hinn ruglaða Konung Tungslins sem getur tekið af sér höfuðið, og konu hans, Drottningu Tunglsins, Ariadne, sem verður skotin í Baróninum. Hinn afbrýðisami Roger handtekur þau og þau finna Berthold í búri, en Ariadne frelsar þau. Þegar þau sleppa frá tunglinu þá hitta þau Adolphus innan í eldfjalli að vinna fyrir Vulcan. Barónin tælir hina töfrandi eiginkonu Vulcan, Venus, og hinn afbrýðisami guð hendir þeim í hringiðu. Þar gleypir skrímsli þau, og þau hitta Albrecht og Gustavus í skipi innan í skrímslinu. Þau sleppa út og snúa aftur til bæjarins til að hjálpa fólkinu að berjast við innrásarherinn. En þau eru orðin gömul, og hæfileikarnir farnir.... minna

Aðalleikarar


Ansi hreint skemmtileg og stýlísk mynd frá Terry Gilliam, hvar hann styðst við sögurnar af konungi ýkjusagnanna, Munchausen barón. Einn félagi Gilliams úr Monty Python-hópnum, Eric Idle, fær hér að fljóta með í einu aðalhlutverkanna og er það vel.

Myndin er ekki jafn útúrsúr og sumar aðrar myndir Gilliams, og ættu því fleiri en ella að hafa gaman af.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær ævintýramynd! Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum frá því að ég var lítil, reyndar svolítið langt síðan ég sá hana síðast.. verð að fara að leigja hana aftur.. mæli með henni fyrir alla sem hafa gaman að ævintýramyndum og góðum fjölskyldumyndum. Brilliant skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn