American Chaos
2018
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Hvað gerðist?
90 MÍNEnska
66% Critics 52
/100 Þeir voru margir sem trúðu ekki að Donald J. Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2016 og því vöknuðu margir upp við vondan draum þegar það gerðist. Einn þeirra var kvikmyndagerðarmaðurinn James D. Stern sem ákvað að fara í ferðalag um „rauðu ríkin“ og tala við kjósendur Trumps um hvað það var sem réð atkvæðum þeirra á kjörstöðunum.... Lesa meira
Þeir voru margir sem trúðu ekki að Donald J. Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2016 og því vöknuðu margir upp við vondan draum þegar það gerðist. Einn þeirra var kvikmyndagerðarmaðurinn James D. Stern sem ákvað að fara í ferðalag um „rauðu ríkin“ og tala við kjósendur Trumps um hvað það var sem réð atkvæðum þeirra á kjörstöðunum. Þótt James D. Stern sé yfirlýstur demókrati og mótfallinn ríkisstjórn Trumps reyndi hann að gæta hlutleysis í þessari mynd því honum lék fyrst og fremst forvitni á að vita hvað það var við Trump og stefnu hans sem höfðaði svo sterkt til fólks í lykilríkjunum að hann náði kosningu í embættið. Segja má því að í myndinni sé athyglinni fyrst og fremst beint að sjónarmiðum kjósenda Trumps ...... minna