Stan and Ollie
2018
(Stan )
The untold story of the world's greatest comedy act.
97 MÍNEnska
93% Critics 75
/100 John C. Reilly er tilnefndur til Golden Globeverðlaunanna. Myndin var einnig tilnefnd til sjö verðlauna á óháðu bresku kvikmyndahátíðinni.
Þeir Stan Laurel og Oliver Hardy voru á árunum 1930 til 1950 einhver vinsælasti gríndúett kvikmyndanna og gerðu saman fjölda mynda sem nutu mikillar hylli í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlantshafsins, þ. á m. á Íslandi þar sem karakterarnir sem þeir léku voru yfirleitt kallaðir Gøg og Gokke, sem var danska heitið, eða Steini og Olli á íslensku. Myndin gerist... Lesa meira
Þeir Stan Laurel og Oliver Hardy voru á árunum 1930 til 1950 einhver vinsælasti gríndúett kvikmyndanna og gerðu saman fjölda mynda sem nutu mikillar hylli í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlantshafsins, þ. á m. á Íslandi þar sem karakterarnir sem þeir léku voru yfirleitt kallaðir Gøg og Gokke, sem var danska heitið, eða Steini og Olli á íslensku. Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar þegar þeir félagar koma til Bretlands eftir áralanga vist í Hollywood og ákveða að fara í sýningarferðalag um Bretlandseyjar. Sú ferð gengur hins vegar upp og niður, bæði vegna þess að ferill þeirra er á fallanda fæti þegar þarna er komið sögu og vegna þess Laurel var farinn að tapa heilsu. ... minna