The Miracle Season
2018
Every Point Every Game Every Match Was For Her
101 MÍNEnska
52% Critics 44
/100 Sannsöguleg mynd um kvennablaklið West High-menntaskólans í Iowaborg í Iowa-ríki sem varð fyrir þeirri blóðtöku í ágúst 2011 að fyrirliði þeirra og besti og vinsælasti leikmaðurinn, Caroline „Line“ Found, lét lífið í hörmulegu umferðarslysi sem um leið svipti hinar stúlkurnar allri leikgleði. The Trojans, eins og kvennablaklið West High-skólans... Lesa meira
Sannsöguleg mynd um kvennablaklið West High-menntaskólans í Iowaborg í Iowa-ríki sem varð fyrir þeirri blóðtöku í ágúst 2011 að fyrirliði þeirra og besti og vinsælasti leikmaðurinn, Caroline „Line“ Found, lét lífið í hörmulegu umferðarslysi sem um leið svipti hinar stúlkurnar allri leikgleði. The Trojans, eins og kvennablaklið West High-skólans var nefnt, hafði unnið ríkismeistaratitilinn veturinn á undan og þegar Line dó var stutt í að keppnin hæfist að nýju. Nokkrar af liðsfélögum hennar urðu fyrir svo miklu áfalli að þær gátu ekki mætt til leiks og það kom í hlut þjálfara þeirra, Kathy Bresnahan, að stappa í þær stálinu. Það sem síðan gerðist vakti gríðarlega athygli um gervöll Bandaríkin og hefur keppnisárið 2011–2012 síðan verið nefnt „The Miracle Season“ í Iowa-ríki ... ... minna