Forældre
2016
(Parents)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 7. september 2017
86 MÍNDanska
Myndin var heimsfrumsýnd á Tribeca- kvikmyndahátíðinni í New York árið 2016 og á fjölda annarra kvikmyndahátíða í kjölfarið.
Hjónin Kjeld og Vibeke fara skyndilega að efast um leið sína í lífinu þegar Esben sonur þeirra flyst að heiman. Fjarvera sonarins veldur því að þeim finnst ekki þörf fyrir þau lengur. Í tilraun til að endurlífga neistann frá sínum yngri árum flytja þau inn í gömlu stúdentaíbúðina þar sem þau urðu upphaflega ástfangin. Brátt fer furðuleg og óvænt... Lesa meira
Hjónin Kjeld og Vibeke fara skyndilega að efast um leið sína í lífinu þegar Esben sonur þeirra flyst að heiman. Fjarvera sonarins veldur því að þeim finnst ekki þörf fyrir þau lengur. Í tilraun til að endurlífga neistann frá sínum yngri árum flytja þau inn í gömlu stúdentaíbúðina þar sem þau urðu upphaflega ástfangin. Brátt fer furðuleg og óvænt atburðarás af stað, þar sem viðleitni hjónanna til að endurheimta æskuna tekur að breyta þeim í bókstaflegri merkingu. Og þegar þau vakna einn daginn og uppgötva að þau hafa yngst um 30 ár, verða þau að horfast í augu við að fortíðin sem þau eitt sinn þekktu, er kannski ekki til lengur.... minna