The Mirror Has Two Faces
1996
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
A story about just how wrong two people can be before they can be right.
126 MÍNEnska
54% Critics
71% Audience Rose og Gregory eru bæði prófessorar við Columbia háskólann, sem hittast þegar systir Rose svarar einkamálaauglýsingu Gregory. Hinn myndarlegi Gregory, sem hefur oft brennt sig á samböndum við konur, er á þeirri skoðun að kynlíf hafi eyðilagt líf sitt, og hefur einsett sér að finna sér konu sem hefur engan kynþokka. Greg telur að hann hafi fundið þá einu... Lesa meira
Rose og Gregory eru bæði prófessorar við Columbia háskólann, sem hittast þegar systir Rose svarar einkamálaauglýsingu Gregory. Hinn myndarlegi Gregory, sem hefur oft brennt sig á samböndum við konur, er á þeirri skoðun að kynlíf hafi eyðilagt líf sitt, og hefur einsett sér að finna sér konu sem hefur engan kynþokka. Greg telur að hann hafi fundið þá einu réttu í Rose, sem er lítt áberandi bústinn bókmenntafræðiprófessor, sem á ekkert í móður sína og systur hvað útlit varðar. Meira útaf gagnkvæmri aðdáun og virðingu en ást, þá giftast þau Greg og Rose. Greg telur að Rose skilji að hann hafi engan áhuga á sambandi sem er kynferðislegt. Þar hafði hann á röngu að standa, og hjónaband þeirra er næstum því ónýtt eftir að Rose reynir að fullkomna hjónabandið með kynmökum. Á meðan Gregory er úti á landi í fyrirlestraferð, þá fer Rose í megrun og í strangt æfingaprógramm, til að breyta sér í kynþokkafulla sírenu, í lokatilraun til að bjarga hjónabandinu. ... minna