Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Mirror Has Two Faces 1996

A story about just how wrong two people can be before they can be right.

126 MÍNEnska

Rose og Gregory eru bæði prófessorar við Columbia háskólann, sem hittast þegar systir Rose svarar einkamálaauglýsingu Gregory. Hinn myndarlegi Gregory, sem hefur oft brennt sig á samböndum við konur, er á þeirri skoðun að kynlíf hafi eyðilagt líf sitt, og hefur einsett sér að finna sér konu sem hefur engan kynþokka. Greg telur að hann hafi fundið þá einu... Lesa meira

Rose og Gregory eru bæði prófessorar við Columbia háskólann, sem hittast þegar systir Rose svarar einkamálaauglýsingu Gregory. Hinn myndarlegi Gregory, sem hefur oft brennt sig á samböndum við konur, er á þeirri skoðun að kynlíf hafi eyðilagt líf sitt, og hefur einsett sér að finna sér konu sem hefur engan kynþokka. Greg telur að hann hafi fundið þá einu réttu í Rose, sem er lítt áberandi bústinn bókmenntafræðiprófessor, sem á ekkert í móður sína og systur hvað útlit varðar. Meira útaf gagnkvæmri aðdáun og virðingu en ást, þá giftast þau Greg og Rose. Greg telur að Rose skilji að hann hafi engan áhuga á sambandi sem er kynferðislegt. Þar hafði hann á röngu að standa, og hjónaband þeirra er næstum því ónýtt eftir að Rose reynir að fullkomna hjónabandið með kynmökum. Á meðan Gregory er úti á landi í fyrirlestraferð, þá fer Rose í megrun og í strangt æfingaprógramm, til að breyta sér í kynþokkafulla sírenu, í lokatilraun til að bjarga hjónabandinu. ... minna

Aðalleikarar


"The Mirror Has Two Faces" er ein af bestu myndum hinnar misjöfnu leikkonu og leikstjóra Börbru Streisand, hún hlaut afar góða dóma gagnrýnenda og er tvímælalaust ein af hennar bestu myndum. Hér blandar hún saman alvöru, gamni og rómantík í sérlega skemmtilegri sögu og hefur fengið til liðs við sig hóp úrvalsleikara, s.s. Jeff Bridges, Lauren Bacall "er fékk óskarsverðlaunin fyrir hreint frábæran leik sinn í hlutverki móður Rose", Mimi Rogers, Pierce Brosnan, George Segal, Brendu Vaccaro og fyrirsætuna Elle MacPherson. Rose Morgan "Streisand" er bókmenntakennari við Columbia-háskólann. Allt er í besta lagi hjá henni nema ástarmálin því einhvern veginn hefur hún algjörlega farið á mis við við það sem hún þráir mest: Eiginmann og tilheyrandi rómantík. Gregory Larkin "Bridges" er stærðfræðikennari sem hefur gengið í gegnum nokkur misheppnuð ástarsambönd og þráir nú mest að hitta konu sem er jafningi hans að gáfum, en getur látið rómantík og líkamlega ást liggja alveg á milli hluta. Svo fer að þau Rose og Gregory hittast á stefnumóti sem systir Rose kemur í kring. Þau hrífast strax hvort af öðru, hann mest af víðsýni hennar og gáfum og hún mest af útliti hans og framkomu. Og ekki líður á löngu uns Gregory hefur gert upp hug sinn og ákveður að bera upp bónorð enda telur hann að Rose sé kona sem muni ekki binda hann af þeim hlutum sem hann vill ekki vera bundin af, t.d. kynlífi. Og þrátt fyrir að Rose viti ekki hvernig hún eigi að fara að því að uppfylla þetta einkennilega skilyrði fyrir hjónabandinu segir hún já... Stórskemmtileg mynd í alla staði og vönduð og vel leikin af sannkölluðum toppleikurum. Ég gef henni þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn