Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Stúlkan mín er mynd sem fjallar um unga stúlku sem býr á útfararstofu ásamt pabba sínum, ömmu og klikkuðum frænda. Hún á ofsalega góðan vin sem heitir Thomas J. Vada (stelpan) er dauðhrædd við dauðann og allt það sem hún sér heima hjá sér. Hún mótast af því og heldur í sífellu að hún sé dauðvona. Pabbi Vadu þarf að ráða förðunarfræðing á útfarastofuna (Jamee Lee). Förðunarfræðingurinn og pabbinn verða ástfanginn og byrja saman. Vada er alls ekki sátt við það. Mér finnst þessi mynd vera einum of væminn. Maður alveg fær klígju, sérstaklega ef maður er farinn að horfa mikið á hana. Það er flottur leikur í myndinni sérstaklega hjá krakkaleikurunum. Mér finnst þessi mynd ekki vera nógu skemmtileg. Hún fær 2,5 stjörnur frá mér.
Vá ég hef aldrei grenjað svona mikið yfir mynd, reyndar er þetta önnur myndin af tveimur sem ég hef tárfellt yfir (hitt skiptið var þegar ég horfði á Titanic í níunda skiptið í alveg rosalegu viðkvæmnisstuði). Anna Chlumsky og Macaulay Culkin eru (eða voru) algjörar dúllur og sýna frábæran leik. Fjórar stjörnur (grát grát).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Home Entertainment
Tekjur
$2.172.391
Aldur USA:
PG