Náðu í appið
Öllum leyfð

'Til There Was You 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. maí 1998

A Sexy, Sassy Romantic Comedy for Everyone Looking for Love... In All the Wrong Places

113 MÍNEnska

Gwen elst upp við það að mamma hennar er endalaust að segja henni sögur af tilhugalífi hennar og föður hennar, og brúðkaupi þeirra hjóna. Nick elst upp við föður sem er alkohólisti sem er sífellt rekinn úr vinnunni, og fjölskyldan þarf stöðugt að vera að taka sig upp og flytja. Þau eru bæði mótuð af þessu. Gwen er rómantísk, en Nick er afskiptur... Lesa meira

Gwen elst upp við það að mamma hennar er endalaust að segja henni sögur af tilhugalífi hennar og föður hennar, og brúðkaupi þeirra hjóna. Nick elst upp við föður sem er alkohólisti sem er sífellt rekinn úr vinnunni, og fjölskyldan þarf stöðugt að vera að taka sig upp og flytja. Þau eru bæði mótuð af þessu. Gwen er rómantísk, en Nick er afskiptur og óöruggur með sjálfan sig. Þau sitja oft og horfa á hina vinsælu sjónvarpsþætti frá sjöunda áratug síðustu aldar "One Big Happy Family." Mörgum árum síðar, þá er það einn af aðalleikurum sjónvarpsþáttanna, fyrrum barnastjarna sem er farin í ruglið á detoxi, og fólk segir reglulega "ég hélt hún væri dáin", Francesca Lanfield, sem tengir Gwen og Nick saman, eftir að þau hafa oft næstum því hist. Gwen er ráðin til að skrifa sjálfsævisögu Francescu, í hennar nafni, á meðan Nick er arkitekt sem ráðinn er til að teikna hús sem á að byggja þar sem hús Francescu stendur. Gwen ákveður nú að berjast gegn því að byggingin verði reist, og bjarga þar með húsi Francescu. Hún skrifar bréf í dagblaðið, og nær þannig athygli Nicks, og hjarta hans í kjölfarið. ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn