The Glass Castle
2017
(Glerkastalinn)
Frumsýnd: 16. ágúst 2017
Home goes wherever we go.
127 MÍNEnska
51% Critics
70% Audience
56
/100 Jeannette Walls fæddist árið 1960 og ólst upp
ásamt þremur systkinum í mikilli fátækt, óreiðu og
afskiptaleysi. Faðir þeirra var drykkfelldur skýjaglópur
sem hélst hvergi í vinnu og móðirin sagðist
vera listakona þótt hún skapaði aldrei neitt af viti
og virtist reyndar hvorki vita í þennan heim né
annan löngum stundum. Fjölskyldan festi hvergi
rætur,... Lesa meira
Jeannette Walls fæddist árið 1960 og ólst upp
ásamt þremur systkinum í mikilli fátækt, óreiðu og
afskiptaleysi. Faðir þeirra var drykkfelldur skýjaglópur
sem hélst hvergi í vinnu og móðirin sagðist
vera listakona þótt hún skapaði aldrei neitt af viti
og virtist reyndar hvorki vita í þennan heim né
annan löngum stundum. Fjölskyldan festi hvergi
rætur, var stöðugt að flytja (flýja) og hvorki
Jeannette né systkini hennar gengu í skóla á
uppvaxtarárunum. Svo fór líka að þau lærðu fljótt
að standa á eigin fótum og flúðu öll foreldra sína um leið og þau
gátu, en foreldrana dagaði síðan uppi sem hústökufólk í New York.... minna