Náðu í appið
Hús illskunnar

Hús illskunnar (2009)

Dom Zly, The Dark House

"Truth? There is no such thing."

1 klst 45 mín2009

Myndin gerist samtímis á tveimur tímaskeiðum.

Deila:
18 áraBönnuð innan 18 ára

Söguþráður

Myndin gerist samtímis á tveimur tímaskeiðum. Í annarri sögunni er sagt frá atburðum sem gerast haustkvöld eitt árið 1978. Edward Srodon, dýragarðsstarfsmaður, stoppar á bóndabæ Dziabas fjölskyldunnar lengst uppi í sveit, nálægt Bieszczady fjöllunum. Hann gistir á bænum. Fyrst treystir hann ekki þeim og þau ekki honum, en öllum verður síðan vel til vina. Þau fara að hugsa um að vinna saman að verkefni, og ástríður og losti koma við sögu, sem á eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar. Hin sagan gerist vetrardag einn, þegar herlög eru í Póllandi. Rannsóknarnefnd hersins er á vettvangi glæps. Mroz liðþjálfi er að reyna að leysa margfalt morðmál sem átti sér stað fyrir fjórum árum síðan. Til að komast að hinu sanna í málinu þarf hann að endurbyggja vettvang glæpsins, ásamt þeim sem grunaður er um verknaðinn, Srodon.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Dora Clement
Dora ClementLeikstjórif. -0001

Framleiðendur

SPI International
Film itPL