Momoa mögulega ekki aftur Aquaman

DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman and the Lost Kingdom með Jason Momoa í titilhlutverkinu er komin í bíó á Íslandi. Momoa kveðst í samtali við vefritið ET Online óviss um hvort hann snúi aftur í hlutverkinu.

Momoa birtist fyrst sem Aquaman árið 2017 í kvikmyndinni Justice League. Síðar mætti hann í öllu sínu veldi í Aquaman árið eftir en tekjur hennar námu hvorki meira né minna en 1,15 milljörðum Bandaríkjadala.

„Satt að segja – ég á við, ef áhorfendur elska myndina, þá er möguleiki,“ sagði leikarinn við ET. „En akkúrat núna, þá hugsa ég, að það lítur ekki of vel út með það.“

Momoa, segir að yfirmenn DC, James Gunn og Peter Safran, vilji byrja á einhverju nýju. Sjálfur vilji hann ekki að að þetta sé síðasta Aquaman-myndin sem hann leikur í. “ … [en] ég held að þetta snúist, í raun, bara um val.“

Aquaman and the Lost Kingdom (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.6
Rotten tomatoes einkunn 33%

Black Manta, sem mistókst að sigra Aquaman í fyrstu atrennu, er enn ákafur í að hefna föður síns, og mun ekki hætta fyrr en Aquaman er allur. Black Manta er óárennilegri en nokkru sinni fyrr og hefur öðlast krafta hins goðsagnakennda svarta þríforks, sem leysir úr læðingi ...

Útlitið er þó gott í miðasölunni í Bandaríkjunum fyrir Aquaman And The Lost Kingdom. Henni er spáð 50 – 60 milljóna dala tekjum á fjögurra daga jólafrumsýningarhelginni.

Myndin er frumsýnd í Bandaríkjunum nákvæmlega fimm árum eftir að sú fyrsta var frumsýnd, en hún varð tekjuhæsta DC kvikmynd allra tíma.

Hjartað brosir

Um það hvort hann væri til í að leika hliðarsjálf ofurhetjunnar, Arthur Curry, í öðrum myndum sagði hann: „Ef það er staður fyrir mig í þeirra heimi, þá myndi ég elska að fá að vera hluti af því. Þetta er minn staður. Warner og DC eru algjörlega mitt heimili. Meira hef ég ekki um það að segja.“

En hvernig líður Momoa í hlutverki Aquaman? „Ef ég á að orða það á sem einfaldastan hátt, þá lætur það hjarta mitt brosa.“