Á nýársdag var frumsýnt 15 sekúndna langt sýnishorn úr stiklu númer 2 úr ofurhetjumyndinni sem svo margir eru að bíða eftir; Avengers: The Age of Ultron, sem frumsýnd verður innan skamms. Horft var 2 milljón sinnum á sýnishornið á fyrstu dögunum eftir að það var sett á netið!
Frumsýna á aðra stikluna úr myndinni þann 12. janúar nk. í auglýsingahléi í leik í bandaríska fótboltanum sem sýndur verður á íþróttastöðinni ESPN kl. 20.30 ( austurstrandartími ) og líklega verður hún aðgengileg strax í kjölfarið á netinu.
Kíktu á stutt sýnishornið hér fyrir neðan:
Fyrsta stiklan náði metáhorfi þegar hún var frumsýnd á síðasta ári, en myndin er framhald Marvel myndarinnar The Avengers, sem er mest sótta mynd allra tíma, og er í leikstjórn Joss Whedon. Í fyrstu stiklunni voru senur þar sem við sögu komu leikararnir Robert Downey Jr ( Iron Man ) , Chris Hemsworth ( Thor ) og Scarlett Johansson ( Black Widow ), ofl. .
Horft hefur verið á fyrstu stikluna 63 milljón sinnum síðan hún var frumsýnd 22. október sl.
The Aveners: Age of Ultron verður frumsýnd 24. apríl nk. hér á Íslandi.