Mikið um dýrðir á rauða dreglinum í London

Það var mikið um dýrðir á rauða dreglinum í Lundúnum þegar ævintýramyndin Mufasa var frumsýnd en viðstaddir voru aðalleikarar myndarinnar og aðrir aðstandendur.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi á miðvikudaginn 18. desember, en kvikmyndin er ein af Jólamyndunum í ár.

Hér að ofan sjáum við Aaron Pierre sem leikur Mufasa, en í myndasyrpunni fyrir neðan má þekkja Seth Rogen, sem fer með hlutverk Pumbaa, Mads Mikkelsen, sem leikur Kiros og Tiffany Boone sem leikur Sarabi.

Í kvikmyndinni fylgjumst við með því hvernig Ljónakonungurinn Mufasa fær Rafi ki til að flytja goðsögnina um Mufasa, til ungs ljónsunga að nafni Kiara, sem er dóttir Simba og Nala.

Ærslabelgirnir Timon og Pumbaa eru með í för og allur sá galsi sem þeim fylgir.

Munaðarlaus og týndur

Sagan er sögð í endurliti aftur í tímann og við sjáum hvernig Mufasa er í fyrstu munaðarlaus ungi, týndur og aleinn þar til hann hittir ljónsungann Taka, sem með blátt blóð í æðum. Þessi kynni setja í gang víðáttumikið ferðalag og það reynir á vinabönd þegar hættur steðja að.

Mufasa: The Lion King (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Ljónsunginn Mufasa er einn og týndur á gresjunni. Hann hittir annan viðkunnalegan ljónsunga, Taka, sem er af konungsættum. Þessi kynni setja af stað víðáttumikið ferðalag ólíkra vina í leit að örlögum sínum. ...

Sjáðu myndirnar af frumsýningunni hér fyrir neðan: