Mikið um dýrðir á bláa dreglinum þegar Vaiana 2 var frumsýnd í London

Teiknimyndin Vaiana 2 var frumsýnd með pompi og prakt í Lundúnum um síðustu helgi. Allar stjörnurnar voru mættar á bláa dregilinn og skinu hver annarri skærar.

Þar á meðal voru Auli´i Cravalho og Dwayne Johnson sem fara með hlutverk hinnar ævintýragjörnu Vaiana og hálfguðsins Maui.

Vaiana 2 (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 61%

Eftir óvænt spjall við forfeður sína leggur Vaiana af stað út á hafið og inn á hættulegt og löngu týnt svæði og lendir í stórbrotnum ævintýrum ásamt hálfguðinum Maui og litríkri áhöfn....

Myndin verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember hér á Íslandi.

Kíktu á myndirnar!