Michael Jackson næstum Star Wars leikari

Í nýju viðtali við vefsíðuna Vice, segir Ahmed Best, leikarinn sem lék Jar Jar Binks í seinni Star Wars þríleiknum, frá því hvernig poppkóngurinn Michael Jackson heitinn, hefði mögulega getað leikið Jar Jar í myndunum.

jar-jar-binks-body-image-1437591828

Hann segir að hann, George Lucas, höfundur Star Wars myndanna, Star Wars leikkonan Natalie Portman og börn Lucas, hafi farið baksviðs eftir tónleika Jackson á Wembley Arena til að hitta goðið. „George kynnti mig sem Jar Jar, og ég hugsaði, „Þetta er nú hálf furðulegt“, sagði hann við Vice. [ Í veislu eftir tónleikana ] þá er ég að fá mér í glas með George og spyr hann „afhverju kynntir þú mig sem Jar Jar?“ og hann sagði „Sko, Michael vildi fá hlutverkið en hann vildi gera það með farða og með stoðtæki, líkt og í Thriller [myndbandinu].“

„George vildi hafa Jar Jar í CGI ( leikari með skynjara og myndin er svo sett á eftir á ). Ég held að þegar allt kom til alls þá hafi Michael Jackson einfaldlega verið of stórt nafn fyrir myndina, og stærri en myndin, og ég held að hann [ George ] hafi ekki viljað það.“