Samstarf gamanleikkonunnar Melissa McCarthy og leikstjórans Paul Feig í myndunum Bridesmaids og The Heat, hefur þegar gefið af sér meira 500 milljónir Bandaríkjadala í tekjur af sýningum um allan heim, og því kemur lítið á óvart að nú sé ný mynd á leiðinni frá þeim; Spy, eða Njósnari.
„Myndin fjallar um konu sem hefur farið í gegnum þjálfun hjá leyniþjónustunni CIA en vinnur á bakvið tjöldin og leiðbeinir dæmigerðum James Bond njósnara í gegnum verkefni sem hann er að vinna,“ segir Feig. „En þegar eitthvað kemur fyrir hann, þá neyðist hún til að fara sjálf á vettvang og leysa málin. Þannig að þetta er í raun um hana þegar hún er að rifja upp gamla takta.“
Hér fyrir neðan er fyrsta stikla úr myndinni, en með önnur hlutverk fara Jason Statham, Rose Byrne, Bobby Cannavale, Allison Janney, Curtis “50 Cent” Jackson, Miranda Hart og Jude Law.
Og hér fyrir neðan er plakatið fyrir myndina:
Myndin verður frumsýnd 22. maí nk. í Bandaríkjunum og hér á landi sömuleiðis.